Tónskáldið Hildur hlaut bjartsýnisverðlaunin Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 17:15 Hildur Guðnadóttir með Emmy-verðlaunin sem hún vann í september fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum um Tsjernóbíl. Vísir/EPA Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2019 sem voru afhent á Kjarvalsstöðum í dag. Hún vann til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum um Tsjernóbílslysið í fyrra og er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni „Jókerinn“. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og vernari verðlaunanna, afhenti verðlaunin, áletraðan grip úr áli og eina milljón króna í verðlaunafé. Í tilkynningu um verðlaunin kemur fram að Hildur er tónskáld og sellóleikari en hefur einnig sungið og starfað sem kórstjóri. Hildur hefur leikið í fjölmörgum hljómsveitum og spannar tónlistin nánast allt svið tónlistar. Hildur lauk námi í Listaháskóla Íslands í tónsmíði og nýmiðlun. Hún fór síðan í framhaldsnám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín. Hildur hefur sjálf gefið út fjórar hljómplötur sem allar hlutu allar góðar viðtökur. Þá hefur hún komið að gerð yfir tuttugu hljómplatna í samstarfi við annað tónlistarfólk. Sem tónskáld hefur Hildur samið tónlist fyrir leikhús, dansverk, sjónvarp og kvikmyndir. Að undanförnu hefur hún einkum einbeitt sér að tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir og hlotið mikið lof fyrir. Sérstaklega hefur tónlist Hildar í sjónvarpsþáttunum „Tsjernóbíl“ og kvikmyndinni „Jókerinn“ hlotið mikið lof. Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson. Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2019 sem voru afhent á Kjarvalsstöðum í dag. Hún vann til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum um Tsjernóbílslysið í fyrra og er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni „Jókerinn“. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og vernari verðlaunanna, afhenti verðlaunin, áletraðan grip úr áli og eina milljón króna í verðlaunafé. Í tilkynningu um verðlaunin kemur fram að Hildur er tónskáld og sellóleikari en hefur einnig sungið og starfað sem kórstjóri. Hildur hefur leikið í fjölmörgum hljómsveitum og spannar tónlistin nánast allt svið tónlistar. Hildur lauk námi í Listaháskóla Íslands í tónsmíði og nýmiðlun. Hún fór síðan í framhaldsnám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín. Hildur hefur sjálf gefið út fjórar hljómplötur sem allar hlutu allar góðar viðtökur. Þá hefur hún komið að gerð yfir tuttugu hljómplatna í samstarfi við annað tónlistarfólk. Sem tónskáld hefur Hildur samið tónlist fyrir leikhús, dansverk, sjónvarp og kvikmyndir. Að undanförnu hefur hún einkum einbeitt sér að tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir og hlotið mikið lof fyrir. Sérstaklega hefur tónlist Hildar í sjónvarpsþáttunum „Tsjernóbíl“ og kvikmyndinni „Jókerinn“ hlotið mikið lof. Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.
Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15
Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00
Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19
Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58
Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02
Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45