Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020 Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2020 16:15 Virkilega fjölbreyttur hópur í ár. Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 15. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó sem fyrr möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðu wildcard eða „Eitt lag enn” eins og það er kallað í keppninni. Sömu kynnar Kynnar í keppninni verða þau Björg Magnúsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendu Eurovision-atriði í úrslitinum í Höllinni. Tilkynnt verður um það á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst fimmtudaginn 23. janúar á tix.is. Undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemmning á viðburðunum sjálfum en í ár munu þeir Gunni og Felix hita áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði lagið að vera flutt á íslensku en í úrslitunum megi höfundur ráða hvort það verður á íslensku eða á öðru tungumáli. Í keppninni í ár hafa 4 höfundar ákveðið að hafa lögin sín áfram á íslensku komist þau í úrslit, en hinir 6 höfundarnir munu láta flytja sín lög á ensku. Hér að neðan má sjá enskan titil lagsins aftan við þann íslenska þegar svo á við Taka með sér atkvæðin Fyrirkomulagið á úrslitakvöldinu verður eins og á síðasta ári. Símakosningin verður á sínum stað og vegur hún 50 prósent á móti alþjóðlegri dómnefnd. Komist lögin í úrslitaeinvígið taka þau með sér þau atkvæði sem þau fengu áður í símakosningunni. Hér að neðan má sjá hvaða keppendur taka þátt í Söngvakeppninni 2020. Fyrri undanúrslit í Háskólabíói - 8. febrúar ÆvintýriFlytjandi: Kid IsakLag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian PatrekssonTexti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli HaraldssonAugun þín / In your eyesFlytjandi: Brynja MaryLag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse QvistTexti: Kristján HreinssonEnskur texti: Brynja Mary Sverrisdóttir AlmyrkviFlytjandi: DIMMALag: DIMMATexti: Ingó Geirdal Elta þig / HauntingFlytjandi: ElísabetLag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth ErwinTexti: Daði FreyrEnskur texti: Zoe Ruth ErwinKlukkan tifar / Meet me halfwayFlytjendur: Ísold og HelgaLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Stefán HilmarssonEnskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán HilmarssonSeinni undanúrslit í Háskólabíói - 15. febrúar Gagnamagnið / Think about thingsFlytjendur: Daði og GagnamagniðLag, íslenskur og enskur texti: Daði FreyrFellibylurFlytjandi: Hildur ValaLag: Hildur Vala og Jón ÓlafssonTexti: Bragi Valdimar SkúlasonOculis VidereFlytjandi: IvaLag og íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard CameronEnskur Texti: Richard CameronDreymaFlytjandi: Matti MattLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Matthías MatthíassonEkkó / EchoFlytjandi: NínaLag: Þórhallur Halldórsson og Sanna MartinezTexti: Þórhallur Halldórsson og Einar BárðarsonEnskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez Eurovision Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 15. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó sem fyrr möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðu wildcard eða „Eitt lag enn” eins og það er kallað í keppninni. Sömu kynnar Kynnar í keppninni verða þau Björg Magnúsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendu Eurovision-atriði í úrslitinum í Höllinni. Tilkynnt verður um það á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst fimmtudaginn 23. janúar á tix.is. Undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemmning á viðburðunum sjálfum en í ár munu þeir Gunni og Felix hita áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði lagið að vera flutt á íslensku en í úrslitunum megi höfundur ráða hvort það verður á íslensku eða á öðru tungumáli. Í keppninni í ár hafa 4 höfundar ákveðið að hafa lögin sín áfram á íslensku komist þau í úrslit, en hinir 6 höfundarnir munu láta flytja sín lög á ensku. Hér að neðan má sjá enskan titil lagsins aftan við þann íslenska þegar svo á við Taka með sér atkvæðin Fyrirkomulagið á úrslitakvöldinu verður eins og á síðasta ári. Símakosningin verður á sínum stað og vegur hún 50 prósent á móti alþjóðlegri dómnefnd. Komist lögin í úrslitaeinvígið taka þau með sér þau atkvæði sem þau fengu áður í símakosningunni. Hér að neðan má sjá hvaða keppendur taka þátt í Söngvakeppninni 2020. Fyrri undanúrslit í Háskólabíói - 8. febrúar ÆvintýriFlytjandi: Kid IsakLag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian PatrekssonTexti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli HaraldssonAugun þín / In your eyesFlytjandi: Brynja MaryLag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse QvistTexti: Kristján HreinssonEnskur texti: Brynja Mary Sverrisdóttir AlmyrkviFlytjandi: DIMMALag: DIMMATexti: Ingó Geirdal Elta þig / HauntingFlytjandi: ElísabetLag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth ErwinTexti: Daði FreyrEnskur texti: Zoe Ruth ErwinKlukkan tifar / Meet me halfwayFlytjendur: Ísold og HelgaLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Stefán HilmarssonEnskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán HilmarssonSeinni undanúrslit í Háskólabíói - 15. febrúar Gagnamagnið / Think about thingsFlytjendur: Daði og GagnamagniðLag, íslenskur og enskur texti: Daði FreyrFellibylurFlytjandi: Hildur ValaLag: Hildur Vala og Jón ÓlafssonTexti: Bragi Valdimar SkúlasonOculis VidereFlytjandi: IvaLag og íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard CameronEnskur Texti: Richard CameronDreymaFlytjandi: Matti MattLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Matthías MatthíassonEkkó / EchoFlytjandi: NínaLag: Þórhallur Halldórsson og Sanna MartinezTexti: Þórhallur Halldórsson og Einar BárðarsonEnskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez
Eurovision Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira