Gott úrval leyfa í stóran silung Karl Lúðvíksson skrifar 16. janúar 2020 15:35 Stór bleikja úr Köldukvísl Mynd: Fish Partner Það er meira veiði en laxveiði og nú á síðustu árum hefur aðsókn að nokkrum veiðisvæðum aukist mikið enda margir sem vilja komast í stórann silung. Það eru nokkur af bestu siungsveiðisvæðum hálendisins í boði hjá Fish Partner og þar á meðal nokkur af bestu svæðunum í Þingvallavatni eins og Kárastaðir, Svörtuklettar og Villingavatnsárós. Félagið er líka með leyfi í Kvíslaveitur, Köldukvísl, Sporðöldulón og Tungnaá bara svo nokkur svæði séu nefnd. Hálendisveiðin nýtur mikilla vinsælda og erlendir veiðimenn eru í auknum mæli farnir að leita í silungsveiði á Íslandi enda verð á laxveiðileyfum í mörgum ánum komin upp í rjáfur og það eru bara sífellt fleiri veiðimenn sem vilja kynnast öðru en laxveiði á Íslandi. Sú tegund veiði sem kallast á ensku "trophy hunting" er sífellt að verða vinsælli en þá gera veiðimenn sér alveg grein fyrir því að það er ekki verið að veiða uppá magnið heldur er verið að reyna setja í stóra fiska saman ber stóru urriðana í Þingvallavatni. Leiðsögumenn Fish Partner hafa einmitt verið afskaplega fengsælir með slíka veiði og það er því ekkert skrítið að það sé mikið sótt í sum af þessum svæðum. Þeir sem ætla sér góða hluti í vor og sumar í spennandi silungsveiði geta skoðað síðuna hjá Fish Partner. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði
Það er meira veiði en laxveiði og nú á síðustu árum hefur aðsókn að nokkrum veiðisvæðum aukist mikið enda margir sem vilja komast í stórann silung. Það eru nokkur af bestu siungsveiðisvæðum hálendisins í boði hjá Fish Partner og þar á meðal nokkur af bestu svæðunum í Þingvallavatni eins og Kárastaðir, Svörtuklettar og Villingavatnsárós. Félagið er líka með leyfi í Kvíslaveitur, Köldukvísl, Sporðöldulón og Tungnaá bara svo nokkur svæði séu nefnd. Hálendisveiðin nýtur mikilla vinsælda og erlendir veiðimenn eru í auknum mæli farnir að leita í silungsveiði á Íslandi enda verð á laxveiðileyfum í mörgum ánum komin upp í rjáfur og það eru bara sífellt fleiri veiðimenn sem vilja kynnast öðru en laxveiði á Íslandi. Sú tegund veiði sem kallast á ensku "trophy hunting" er sífellt að verða vinsælli en þá gera veiðimenn sér alveg grein fyrir því að það er ekki verið að veiða uppá magnið heldur er verið að reyna setja í stóra fiska saman ber stóru urriðana í Þingvallavatni. Leiðsögumenn Fish Partner hafa einmitt verið afskaplega fengsælir með slíka veiði og það er því ekkert skrítið að það sé mikið sótt í sum af þessum svæðum. Þeir sem ætla sér góða hluti í vor og sumar í spennandi silungsveiði geta skoðað síðuna hjá Fish Partner.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði