Mælingamenn Veðurstofunnar byrjaðir að mæla flóðin á Flateyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 16:01 Frá höfninni á Flateyri þar sem mikið tjón varð vegna snjóflóðsins úr Skollahvilft í gærkvöldi. önundur hafsteinn pálsson Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Mælingamenn Veðurstofunnar hafa hafið störf á Flateyri við að mæla flóðin sem féllu þar í gærkvöldi. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, segir að mælingarnar komi vonandi fljótt í hús en veðrið á svæðinu er smám saman að ganga niður. „Venjulega eru þetta flekaflóð þannig að upptökin eru greinileg í fjallinu og þá getum við tekið breidd og tekið upptakasvæðið og þá getum við áætlað magn þess snævar sem hefur runnið af stað. Þá getum við líka séð breidd flóðsins sem fellur í sjó fram þótt við getum ekki mælt sjálfa snjóflóðatunguna í snjónum,“ segir Auður. Reynt er að áætla rúmmál hvers flóðs fyrir sig. Alls féllu þrjú stór flóð á Vestfjörðum í gærkvöldi, tvö á Flateyri og eitt á Suðureyri. Þá hafa borist fregnir af öðru flóði á Suðureyri sem að öllum líkindum féll einnig í gær en það virðist ekki hafa verið jafn stórt og hin þrjú. Auður segir Veðurstofuna ekki hafa upplýsingar enn sem komið er um hversu mörg flóð hafa fallið á Vestfjörðum síðasta sólarhringinn eða svo og það komi eflaust ekki í ljós hversu mörg flóðin eru fyrr en vegir í landshlutanum taka að opna á ný. Frá Suðureyri í dag.helga konráðsdóttir Talsvert eignatjón eftir þrjú mjög stór flóð Stærra flóðið á Suðureyri féll í sjó fram og olli flóðbylgju. Þá féll annað flóðið á Flateyri líka fram í sjó og olli miklu tjóni í og við smábátahöfnina. Þriðja flóðið fór yfir varnargarð á Flateyri og féll á íbúðahúsið við Ólafstún 14. Unglingsstúlka sem þar býr lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum. Hún slapp með aðeins nokkrar skrámur. Að því er fram kemur í Facebook-færslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og er ekki gert ráð fyrir mokstri í dag. Þá er í undirbúningi flutningur á hjálparliði almannavarna vestur til að styðja við heimamenn. Í eftirmiðdaginn verður svo athugað með flug á Ísafjörð. „Hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun og gert er ráð fyrir að smá saman dragi úr ofanhríðinni. Gert er ráð fyrir 15-17 m/s á fjallvegum síðdegis og enn er skafrenningur. Lægir enn frekar í kvöld og horfur eru á skaplegu veðri á morgun, 5-10 m/s og verður að mestu éljalaust. Frekari upplýsingar um veður og færð má nálgast á vefsíðu Veðurstofunnar vedur.is og hjá Vegagerðinni,“ segir í færslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32