Tölvuþrjótar hóta að selja Instagram-reikninginn og eyða öllum myndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2020 19:00 Arna Ýr Jónsdóttir áhrifavaldur segir tölvuþrjót blokka aðgang að Instagramminu hennar og ætli að eyða myndum og selja reikninginn. Tölvuþrjótar sem hökkuðu sig inn á Instagram ungrar konu með tugi þúsunda fylgjenda hóta að selja reikninginn og eyða öllum myndum. Konan sem hefur notað Instagram í atvinnuskyni segir bæði um persónulegt og fjárhagslegt tjón að ræða. „Kærastinn minn ætlaði að skoða Instagrammið mitt í morgun og sá þá að það var horfið. Hann lét mig vita og þegar ég ætla að skrá mig inn var það ekki hægt, það var eins og einhver annar væri inná því. Ég kannaði þá netfangið mitt sem er tengt Instagramminu og komst að því að annar hafði skráð sig inná það,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og áhrifavaldur. Sá sem hafði hakkað reikninginn hennar er skráður í Bandaríkjunum. Tölvuþrjóturinn breytti netfanginu sem Instagrammið var tengt við þannig að Arna missir þannig stjórn á samfélagsmiðlinum. „Þegar ég kannaði svo tölvupóstinn minn sá ég skilaboð frá manni þar sem kom fram að ég hefði tvo klukkutíma til að svara honum, annars myndi hann eyða myndunum á Instagramminu og selja reikninginn. Hann er nú ekki klárari en svo að eftir um 20 mínútur lét hann mig vita að ég hefði klukkustund til að svara.“ Arna Ýr hefur birt hundruð mynda á Instagram-reikningi sínum og tjónið er því tilfinnanlegt. Arna Ýr svaraði ekki skilaboðunum þannig að hakkarinn sendi að skilaboð í dag um að hann ætli að eyða myndunum og selja reikninginn. Arna, sem hefur notað Instagrammið í atvinnuskyni með því að kynna vörur og ráð í foreldrahlutverkinu, segir tjónið tilfinnanlegt. Einn af tölvupóstunum sem Arna Ýr fékk sendan frá þrjótunum. „Það hefur tekið mig fjögur ár að byggja upp þetta Instagram og ég er með fimmtíu og fimmþúsund fylgendur. Ég hef notað það til að kynna vörur fyrir fyrirtæki og til að gefa foreldrum ráð í uppeldishlutverkinu og þannig unnið mér inn tekjur. Ég var að klára fæðingarorlof og er að fara í háskóla í haust þannig að ég ætlaði að vinna gegnum þennan miðil en ef ég endurheimti ekki reikninginn getur það orðið erfitt en alls ekki útilokað,“ segir Arna Ýr. Arna hafði beint samband við Instagram í dag og var beðinn um ítarlegar upplýsingar eins og vegabréfsmynd. Hún vonar að þetta verði til þess að reikningurinn verði opnaður fyrir hana á ný. Hægt er að fara inná haveibeenpwned.com til að kanna hvort tölvuþrjótar séu að skoða persónuleg gögn. Forvarnir mikilvægar Sérfræðingar í netglæpum sem fréttastofa hafði samband við í dag segja að tilfelli sem þetta séu nokkuð algeng. Í flestum tilvikum komist tölvuþrjótarnir þá yfir lykilorð viðkomandi. Dæmi séu um að þeir hafi komist yfir þau með því að hakka sig inná stórar þjónustuveitur sem geyma slíkar upplýsingar eða ef notendur eru með auðveld lykilorð eða nota þau víða. Þeir benda á að samfélagsmiðlarnir bjóði oft upp á ágætis varnir og fólk þurfi að nota þær. Þá sé hægt að kanna hvort að þrjótar hafi verið að skoða gögn viðkomandi með því að fara inná vefsíðuna haveibeenpwned.com. Bent er á að ef hakkarar komist yfir samfélagsmiðla sé best fyrir fólk að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki og biðja um að reikningarnir séu opnaðir. Netöryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Tölvuþrjótar sem hökkuðu sig inn á Instagram ungrar konu með tugi þúsunda fylgjenda hóta að selja reikninginn og eyða öllum myndum. Konan sem hefur notað Instagram í atvinnuskyni segir bæði um persónulegt og fjárhagslegt tjón að ræða. „Kærastinn minn ætlaði að skoða Instagrammið mitt í morgun og sá þá að það var horfið. Hann lét mig vita og þegar ég ætla að skrá mig inn var það ekki hægt, það var eins og einhver annar væri inná því. Ég kannaði þá netfangið mitt sem er tengt Instagramminu og komst að því að annar hafði skráð sig inná það,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og áhrifavaldur. Sá sem hafði hakkað reikninginn hennar er skráður í Bandaríkjunum. Tölvuþrjóturinn breytti netfanginu sem Instagrammið var tengt við þannig að Arna missir þannig stjórn á samfélagsmiðlinum. „Þegar ég kannaði svo tölvupóstinn minn sá ég skilaboð frá manni þar sem kom fram að ég hefði tvo klukkutíma til að svara honum, annars myndi hann eyða myndunum á Instagramminu og selja reikninginn. Hann er nú ekki klárari en svo að eftir um 20 mínútur lét hann mig vita að ég hefði klukkustund til að svara.“ Arna Ýr hefur birt hundruð mynda á Instagram-reikningi sínum og tjónið er því tilfinnanlegt. Arna Ýr svaraði ekki skilaboðunum þannig að hakkarinn sendi að skilaboð í dag um að hann ætli að eyða myndunum og selja reikninginn. Arna, sem hefur notað Instagrammið í atvinnuskyni með því að kynna vörur og ráð í foreldrahlutverkinu, segir tjónið tilfinnanlegt. Einn af tölvupóstunum sem Arna Ýr fékk sendan frá þrjótunum. „Það hefur tekið mig fjögur ár að byggja upp þetta Instagram og ég er með fimmtíu og fimmþúsund fylgendur. Ég hef notað það til að kynna vörur fyrir fyrirtæki og til að gefa foreldrum ráð í uppeldishlutverkinu og þannig unnið mér inn tekjur. Ég var að klára fæðingarorlof og er að fara í háskóla í haust þannig að ég ætlaði að vinna gegnum þennan miðil en ef ég endurheimti ekki reikninginn getur það orðið erfitt en alls ekki útilokað,“ segir Arna Ýr. Arna hafði beint samband við Instagram í dag og var beðinn um ítarlegar upplýsingar eins og vegabréfsmynd. Hún vonar að þetta verði til þess að reikningurinn verði opnaður fyrir hana á ný. Hægt er að fara inná haveibeenpwned.com til að kanna hvort tölvuþrjótar séu að skoða persónuleg gögn. Forvarnir mikilvægar Sérfræðingar í netglæpum sem fréttastofa hafði samband við í dag segja að tilfelli sem þetta séu nokkuð algeng. Í flestum tilvikum komist tölvuþrjótarnir þá yfir lykilorð viðkomandi. Dæmi séu um að þeir hafi komist yfir þau með því að hakka sig inná stórar þjónustuveitur sem geyma slíkar upplýsingar eða ef notendur eru með auðveld lykilorð eða nota þau víða. Þeir benda á að samfélagsmiðlarnir bjóði oft upp á ágætis varnir og fólk þurfi að nota þær. Þá sé hægt að kanna hvort að þrjótar hafi verið að skoða gögn viðkomandi með því að fara inná vefsíðuna haveibeenpwned.com. Bent er á að ef hakkarar komist yfir samfélagsmiðla sé best fyrir fólk að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki og biðja um að reikningarnir séu opnaðir.
Netöryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45
Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30
Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30