Óveðurslægð næsta sólarhringinn en svo birtir til Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2020 13:08 Snjómokstur hefur verið víða á landinu undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“ Samgöngur Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“
Samgöngur Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira