Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2020 15:17 Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir og harðfiskverkandi á Borgarfirði eystra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Íbúar Borgarfjarðar máttu búa við það í tæpt ár fram á mitt ár 2018 að hafa enga matvöruverslun og þurftu þá að keyra sjötíu kílómetra vegalengd til Egilsstaða til að kaupa í matinn. En svo fóru aftur að berast vörusendingar. Búðin lifnaði við að nýju. Bryndís Snjólfsdóttir annast afgreiðslu í Búðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég held að það séu allir mjög ánægðir með það. Og vel sótt. Þetta var bara mjög lélegt að hafa ekki búð hérna í heilan vetur. Þurftum að fara í Egilsstaði til að versla,“ segir Bryndís Snjólfsdóttir, sem var við afgreiðslu í Búðinni. Opnunartími er venjulega bara tveir tímar síðdegis og bara þrjá daga í viku yfir háveturinn. „Það var stórsigur að fá aftur búð á staðinn. Mér fannst það alveg hræðilegur tími, - það var einn vetur sem var lokað og við höfðum enga búð. Það var alveg skelfilegur tími,“ segir Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir á Borgarfirði. Jakob Sigurðsson oddviti kemur með vörur í Búðina en hann annast farþega- og vöruflutninga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búðin á Borgarfirði er ein sex verslana í strjálbýli sem ríkisvaldið ákvað að styðja með sérstöku framlagi en jafnframt kom til samhent átak sjötíu manna hóps. „Þetta var eitt verkefnið í Brothættum byggðum, sem hafðist í gegn, með bara stuðningi allra heimamanna og burtfluttra Borgfirðinga. Bara samhentur hópur sem stóð saman að þessu,“ segir Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri. Jakob oddviti: Samhent átak, jafn heimamanna sem brottfluttra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Og þetta er ekki bara búð. „Upplýsingamiðstöð. Og hér kemur fólkið saman og fær sér kaffisopa hérna fram í kaffihorninu og spjallar um lífið og tilveruna,“ segir Bryndís. „Svoleiðis að ég gleðst, var mjög glöð þegar var opnuð hérna búð, og versla allt hér,“ segir húsmóðirin Helga Björg, sem segist ekki einu sinni gera helgarinnkaupin á Egilsstöðum. „Né, ég er alveg trú búðinni hér, algjörlega bara.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Verslun Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Íbúar Borgarfjarðar máttu búa við það í tæpt ár fram á mitt ár 2018 að hafa enga matvöruverslun og þurftu þá að keyra sjötíu kílómetra vegalengd til Egilsstaða til að kaupa í matinn. En svo fóru aftur að berast vörusendingar. Búðin lifnaði við að nýju. Bryndís Snjólfsdóttir annast afgreiðslu í Búðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég held að það séu allir mjög ánægðir með það. Og vel sótt. Þetta var bara mjög lélegt að hafa ekki búð hérna í heilan vetur. Þurftum að fara í Egilsstaði til að versla,“ segir Bryndís Snjólfsdóttir, sem var við afgreiðslu í Búðinni. Opnunartími er venjulega bara tveir tímar síðdegis og bara þrjá daga í viku yfir háveturinn. „Það var stórsigur að fá aftur búð á staðinn. Mér fannst það alveg hræðilegur tími, - það var einn vetur sem var lokað og við höfðum enga búð. Það var alveg skelfilegur tími,“ segir Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir á Borgarfirði. Jakob Sigurðsson oddviti kemur með vörur í Búðina en hann annast farþega- og vöruflutninga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búðin á Borgarfirði er ein sex verslana í strjálbýli sem ríkisvaldið ákvað að styðja með sérstöku framlagi en jafnframt kom til samhent átak sjötíu manna hóps. „Þetta var eitt verkefnið í Brothættum byggðum, sem hafðist í gegn, með bara stuðningi allra heimamanna og burtfluttra Borgfirðinga. Bara samhentur hópur sem stóð saman að þessu,“ segir Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri. Jakob oddviti: Samhent átak, jafn heimamanna sem brottfluttra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Og þetta er ekki bara búð. „Upplýsingamiðstöð. Og hér kemur fólkið saman og fær sér kaffisopa hérna fram í kaffihorninu og spjallar um lífið og tilveruna,“ segir Bryndís. „Svoleiðis að ég gleðst, var mjög glöð þegar var opnuð hérna búð, og versla allt hér,“ segir húsmóðirin Helga Björg, sem segist ekki einu sinni gera helgarinnkaupin á Egilsstöðum. „Né, ég er alveg trú búðinni hér, algjörlega bara.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Verslun Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40