Ráðuneytið ber ábyrgð á uppbyggingu innanlandsflugvalla Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 14:08 Upplýsingafulltrúi Isavia hefur svarað gagnrýni formanns byggðarráðs Blönduósbæjar þar sem hann sagði Isavia ekki sinna nauðsynlegu viðhaldi flugvallar bæjarins. Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur svarað gagnrýni Guðmundar Hauks Jakobssonar um skort á viðhaldi við Blönduósflugvöll. Hann segir ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla vera í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Guðmundur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Isavia ekki tryggja það viðhald sem til þarf til þess að flugvöllurinn væri nothæfur sem sjúkraflugvöllur. Íbúar á svæðinu hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi þar sem það væri ekki einungis öryggisatriði fyrir þá heldur einnig alla þá sem eiga leið þar um.Sjá einnig: Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Isavia sýnir sjónarmiðunum skilning Í svari Guðjóns kemur fram að Isavia skilji mjög vel þau sjónarmið sem Guðmundur setur fram í færslunni. Þó sé mikilvægt að leiðrétta misskilninginn og að það sé skýrt að það sé ekki Isavia sem beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem Guðmundur nefnir. „Það er mikilvægt að öllum sé það ljóst að það er ekki Isavia sem tekur ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla á Íslandi heldur er það samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Við hjá Isavia skiljum mjög vel þau sjónarmið sem koma fram í færslunni þinni en á sama tíma er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga.“ Tilefni færslu Guðmundar var rútuslys sem varð skammt frá Blönduósi á föstudag. Þar hafi nauðsyn flugvallarins sannað sig enn og aftur og það gæti bjargað mannslífum að hafa hann í lagi þar sem sjúkraflug væri bæði ódýrara og hraðvirkara en þyrluflug. Þegar hver mínúta skipti máli gæti mikið verið í húfi. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur,“ sagði Guðmundur. Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur svarað gagnrýni Guðmundar Hauks Jakobssonar um skort á viðhaldi við Blönduósflugvöll. Hann segir ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla vera í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Guðmundur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Isavia ekki tryggja það viðhald sem til þarf til þess að flugvöllurinn væri nothæfur sem sjúkraflugvöllur. Íbúar á svæðinu hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi þar sem það væri ekki einungis öryggisatriði fyrir þá heldur einnig alla þá sem eiga leið þar um.Sjá einnig: Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Isavia sýnir sjónarmiðunum skilning Í svari Guðjóns kemur fram að Isavia skilji mjög vel þau sjónarmið sem Guðmundur setur fram í færslunni. Þó sé mikilvægt að leiðrétta misskilninginn og að það sé skýrt að það sé ekki Isavia sem beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem Guðmundur nefnir. „Það er mikilvægt að öllum sé það ljóst að það er ekki Isavia sem tekur ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla á Íslandi heldur er það samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Við hjá Isavia skiljum mjög vel þau sjónarmið sem koma fram í færslunni þinni en á sama tíma er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga.“ Tilefni færslu Guðmundar var rútuslys sem varð skammt frá Blönduósi á föstudag. Þar hafi nauðsyn flugvallarins sannað sig enn og aftur og það gæti bjargað mannslífum að hafa hann í lagi þar sem sjúkraflug væri bæði ódýrara og hraðvirkara en þyrluflug. Þegar hver mínúta skipti máli gæti mikið verið í húfi. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur,“ sagði Guðmundur.
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44