Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 17:01 Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar og björgunarsveitarmaður, segir flugvöllinn vera hagsmunamál alla sem ferðist um á svæðinu. Facebook Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“ Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59