Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 22:00 Slökkviliðið var kallað á vettvang með klippur. Ekki þurfti að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. aðsend Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44