Starfsmenn Advania lokuðust inni í brugghúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 12:30 Bruggarar Advania eru spenntir að reiða fram sérstakan bjór fyrirtækisins sem kallast Ölgjörvi. Frá vinstri: Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Ásgeir Freyr Kristinsson, Andri Örn Sigurðsson, Steingrímur Óskarsson og Hákon Róbert Jónsson. mynd/advania „Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs. Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs.
Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira