„Pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:32 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkisnefndar. Vísir Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins.
Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira