Hefðu sent öll neyðarboðin samtímis ef um neyðartilfelli væri að ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:09 Frá Grindavík. Fjallið Þorbjörn er í baksýn en á honum er töluvert af fjarskiptabúnaði. Vísir/Arnar Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að breytingar á váboðakerfi geti að einhverju leyti skýrt tímamismun á neyðarboðum sem send voru við prófanir á kerfinu í nágrenni Grindavíkur á mánudag. Hann bendir jafnframt á að tæknilausnir á borð við þessa geti aldrei verið fullkomnar heldur verði einnig að treyst á aðrar tegundir viðvörunar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Um þúsund manns mættu á íbúafund í Íþróttahúsinu í Grindavík vegna óvissustigsins, þar sem m.a. var kynnt rýmingaráætlun, kæmi til eldgoss. Rýmingin verður boðuð með SMS-skilaboðum frá Neyðarlínunni 112. Skilaboðin verða eftirfarandi: „Yfirvofandi eldgos, yfirgefið Grindavík, hlýðið fyrirmælum lögreglu og björgunarsveitarfólks.“ Þá verða einnig leiðbeiningar um hvaða leið fólk eigi að fara frá Grindavík. Kerfið var prófað á mánudag og prufuskilaboð send til fólks á svæðinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill Rætt var við Klöru Teitsdóttur íbúa í Grindavík í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag. Þar sagði hún að tengdamóðir sín, sem sat við hliðina á henni á fundinum, hefði fengið SMS frá Neyðarlínunni ellefu mínútum á undan sér. Klara sagði þetta valda sér áhyggjum. Fyrst ræst sending í nýja kerfinu, svo í því gamla Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um umræddan tímamismun á sendingunum að váboðakerfi Neyðarlínunnar gangi nú í gegnum breytingar. Það sé í raun tvö kerfi eins og staðan er í dag. „Tvö símafélög eru komin í nýtt kerfi, og eitt er enn í gamla kerfinu. Í gærkvöldi [á mánudag] var fyrst ræst sending í nýja kerfinu og svo í því gamla. Þetta skýrir að einhverju leyti tímamuninn. Ef um neyðartilfelli hefði verið að ræða hefði það verið gert samtímis.“ Þá bendir Tómas á að tæknilausnir á borð við þessar séu aldrei fullkomnar. Því þurfi einnig að treysta á aðrar tegundir viðvörunar. „[…] þar sem inn í spila þættir eins og fólk sem slekkur á símum sínum, rafmagnslaus tæki, tæki sem fólk skilur eftir og svo mætti áfram telja og því þarf alltaf að treysta að nokkru leyti á nágrannavörslu og síðan bara sírenur og blikkandi ljós.“ Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nú væri að draga úr landrisi á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3–4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að breytingar á váboðakerfi geti að einhverju leyti skýrt tímamismun á neyðarboðum sem send voru við prófanir á kerfinu í nágrenni Grindavíkur á mánudag. Hann bendir jafnframt á að tæknilausnir á borð við þessa geti aldrei verið fullkomnar heldur verði einnig að treyst á aðrar tegundir viðvörunar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Um þúsund manns mættu á íbúafund í Íþróttahúsinu í Grindavík vegna óvissustigsins, þar sem m.a. var kynnt rýmingaráætlun, kæmi til eldgoss. Rýmingin verður boðuð með SMS-skilaboðum frá Neyðarlínunni 112. Skilaboðin verða eftirfarandi: „Yfirvofandi eldgos, yfirgefið Grindavík, hlýðið fyrirmælum lögreglu og björgunarsveitarfólks.“ Þá verða einnig leiðbeiningar um hvaða leið fólk eigi að fara frá Grindavík. Kerfið var prófað á mánudag og prufuskilaboð send til fólks á svæðinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill Rætt var við Klöru Teitsdóttur íbúa í Grindavík í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag. Þar sagði hún að tengdamóðir sín, sem sat við hliðina á henni á fundinum, hefði fengið SMS frá Neyðarlínunni ellefu mínútum á undan sér. Klara sagði þetta valda sér áhyggjum. Fyrst ræst sending í nýja kerfinu, svo í því gamla Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um umræddan tímamismun á sendingunum að váboðakerfi Neyðarlínunnar gangi nú í gegnum breytingar. Það sé í raun tvö kerfi eins og staðan er í dag. „Tvö símafélög eru komin í nýtt kerfi, og eitt er enn í gamla kerfinu. Í gærkvöldi [á mánudag] var fyrst ræst sending í nýja kerfinu og svo í því gamla. Þetta skýrir að einhverju leyti tímamuninn. Ef um neyðartilfelli hefði verið að ræða hefði það verið gert samtímis.“ Þá bendir Tómas á að tæknilausnir á borð við þessar séu aldrei fullkomnar. Því þurfi einnig að treysta á aðrar tegundir viðvörunar. „[…] þar sem inn í spila þættir eins og fólk sem slekkur á símum sínum, rafmagnslaus tæki, tæki sem fólk skilur eftir og svo mætti áfram telja og því þarf alltaf að treysta að nokkru leyti á nágrannavörslu og síðan bara sírenur og blikkandi ljós.“ Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nú væri að draga úr landrisi á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3–4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05
Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52