Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. janúar 2020 13:00 Horft yfir Þorbjörn og Grindavík. Vísir/Egill Landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er komið yfir þrjá sentimetra. Jarðeðlisfræðingur segir þensluna óvenju hraða. Hann segir nánast ómöglegt að spá fyrir um framhaldið. Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenju hratt. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt. Og hvað hefur þetta verið mikið landris samtals? „Þetta er í kringum þrír sentímetrar í heildina. Þetta er líklega komið yfir þrjá sentímetra núna.“ Er þetta mikill hraði á þessu, miðað við það sem hægt er að bera saman við þegar landris verður? „Þetta er talsverður hraði. Við höfum alveg séð svona hraða, en það er þá oft í mjög stórum atburðum eins og í Holuhrauni.“ Viltu eitthvað spá fyrir um framhaldið? „Ef þetta er kvika, sem við svo sem höldum, þá er mjög líklegt að þetta sé byrjun á einhverju miklu lengra ferli. Haldi kannski áfram í einhvern tíma og stoppi svo, haldi svo áfram einhvern tímann seinna, jafnvel eftir mánuði eða ár. Það er dæmigerð hegðun hjá mörgum eldfjöllum, Eins og til dæmis Eyjafjallajökli. Hann hegðaði sér svoleiðis í talsvert mörg ár, tvo áratugi allavega áður en hann fór að gjósa. En svo getum við alveg séð hluti gerast hratt.“ Fylgjast vel með flóttaleiðum Fyrstu merki um jarðhræringar á svæðinu voru þann 22. janúar þegar jarðskjálfti upp á 3,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Síðan þá hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu. Í gærkvöldi mældist einn upp á 3,1 að stærð og annar upp á 2,4 rétt eftir klukkan sjö í morgun. Vegagerðin hefur aukið eftirlit með ástandi vega á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan verða Suðurstrandavegur og Nesvegur færir alla daga og án flughálku. Krýsuvíkurvegur er einnig inni í myndinni en sú leið er víkjandi fyrst í stað. Aðaláherslan verður á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er komið yfir þrjá sentimetra. Jarðeðlisfræðingur segir þensluna óvenju hraða. Hann segir nánast ómöglegt að spá fyrir um framhaldið. Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenju hratt. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt. Og hvað hefur þetta verið mikið landris samtals? „Þetta er í kringum þrír sentímetrar í heildina. Þetta er líklega komið yfir þrjá sentímetra núna.“ Er þetta mikill hraði á þessu, miðað við það sem hægt er að bera saman við þegar landris verður? „Þetta er talsverður hraði. Við höfum alveg séð svona hraða, en það er þá oft í mjög stórum atburðum eins og í Holuhrauni.“ Viltu eitthvað spá fyrir um framhaldið? „Ef þetta er kvika, sem við svo sem höldum, þá er mjög líklegt að þetta sé byrjun á einhverju miklu lengra ferli. Haldi kannski áfram í einhvern tíma og stoppi svo, haldi svo áfram einhvern tímann seinna, jafnvel eftir mánuði eða ár. Það er dæmigerð hegðun hjá mörgum eldfjöllum, Eins og til dæmis Eyjafjallajökli. Hann hegðaði sér svoleiðis í talsvert mörg ár, tvo áratugi allavega áður en hann fór að gjósa. En svo getum við alveg séð hluti gerast hratt.“ Fylgjast vel með flóttaleiðum Fyrstu merki um jarðhræringar á svæðinu voru þann 22. janúar þegar jarðskjálfti upp á 3,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Síðan þá hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu. Í gærkvöldi mældist einn upp á 3,1 að stærð og annar upp á 2,4 rétt eftir klukkan sjö í morgun. Vegagerðin hefur aukið eftirlit með ástandi vega á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan verða Suðurstrandavegur og Nesvegur færir alla daga og án flughálku. Krýsuvíkurvegur er einnig inni í myndinni en sú leið er víkjandi fyrst í stað. Aðaláherslan verður á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“