Maðurinn hrinti Guðríði í hangikjötspott á aðfangadag Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2020 14:39 Guðríður, sem alltaf er kölluð Dúdda. Lífið hefur ekki farið um hana mildum höndum. Alda Lóa Ógæfan hefur fylgt Guðríður Steindórsdóttur, sem nú er rétt rúmlega sextug, nánast hvert fótmál. Saga Guðríðar, sem alltaf er kölluð Dúdda, einkennist af áföllum og miklu erfiðleikum. Guðríður, sem segist alltaf hafa verið sterk og heilsuhraust, stundað dans og karate, verið í skátum og hjálparsveit, spyr hvers vegna hún sé öryrki? „Og hvers vegna bý ég í kjallaranum í þessum húsi úti í sveit, í þröngri íbúð innan um leifarnar af lífinu mínu, ein og án þess að hafa efni á að byrja nýtt líf? Ég á varla fyrir matnum út mánuðinn, þarf að lifa af lægsta öryrkjalífeyri.“ Mótefnalausir synir Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og Alda Lóa Leifsdóttir ljósmyndari hafa skrifað greinaflokk fyrir Öryrkjabandalagið – Við erum hér líka, huldufólkssögur úr nútímanum – þar sem sagðar eru sögur öryrkja. Vísir hefur birt nokkrar frásagnir og nú var að birtast ein önnur úr þeim ranni, sannarlega harmræn saga undir yfirskriftinni: „Mér líður eins og kartöflumömmu, sem allt líf hefur verið sogið úr“ en þar er sögð saga Guðríðar Steindórsdóttur. Hún hefur sannarlega ekki átt sjö dagana sæla. Vísir vitnar hér í söguna með góðfúslegu leyfi höfunda en hana má sjá alla hér neðar viðtengd. Þegar Dúdda var þrjátíu og sex ára og nýútskrifuð úr kennaranámi eignaðist hún sitt fjórða og fimmta barn. „Synir mínir fæddust mótefnalausir. Ég missti annan drenginn, en hinn veiktist af heilahimnubólgu, þoldi síðan mistök lækna og náði sér aldrei, varð fjölfatlaður og þurfti aðstoð við allt. Næstu tuttugu árin sinnti ég drengnum, var honum móðir, vinur, sjúkraliði, stuðningsfulltrúi, félagsráðgjafi, bílstjóri, matselja og allt sem þurfti til að gera hans erfiða líf bærilegra. Þegar hann fór að heiman á sambýli var ég komin með vefjagigt, þrjú brjósklos og þrengingar í mænugöngum, slitin á líkama. Lífið sem ég lagði á hilluna þegar drengurinn fæddist var fokið út í veður og vind.“ Dúdda hefur fengið sinn skammt af mótlæti í lífinu.Alda Lóa Gunnar Smári og Alda Lóa rekja sögu Guðríðar og segja af uppruna hennar sem einkenndist af stöðugum flutningum. Það var rót á fjölskyldunni og líka á Dúddu. Linnulaust ofbeldi og niðurlæging „Hún fór til Akureyrar að klára gagnfræðaskólann og maður á eftir henni, ákveðinn í að krækja í hana, eins og sagt er. Og það tókst honum og þau fóru að búa. Hún er bara barn, sextán ára. Maðurinn drakk og drakk illa og þetta samband gekk engan vegin. Þau skildu eftir þrjú ár og maðurinn hvarf úr lífi Dúddu. En ekki barnið sem þau áttu saman, stúlka sem fæddist með hjartagalla, fór í uppskurð aðeins eins árs gömul og náði sér að fullu.“ Dúdda flutti ásamt fjölskyldunni suður. „Dúdda kynntist manni og asnaðist til að giftast honum. Við tóku ellefu ár sem Dúdda segir að hafi verið sér helvíti, líkamlegt og andlegt ofbeldi, linnulaus niðurlæging. Eins og gjarnt er um ólukkumenn þvældist maðurinn víða í leit að betri lífi en komst aldrei undan sjálfum sér, ólukkan elti því hann var ólánið sjálfur. Þau fóru til Vestmannaeyja og Ísafjarðar og þaðan aftur í bæinn. Þegar sambandið var að trosna upp vildi maðurinn ættleiða barn til að bjarga hjónabandinu og Dúdda lét undan. Þau ættleiddu dóttur frá Sri Lanka. Og hún málaði og teiknaði til að eiga eitthvað fyrir sig, en maðurinn hæddi hana, sagði allt ómerkilegt sem hún gerði. Lífið var þrúgandi, Dúdda kramdist undir þungu fargi. Gat verið að lífið þyrfti að vera svona andstyggilegt?“ Reyndist hafa misnotað báðar dæturnar Í sögu Dúddu kemur fram að hún vildi sleppa úr óbærilegum aðstæðum. Hún tók lífeyrissjóðslán og keypti íbúð í Mosfellsbæ. Og fór í kennaranám, kannski fyrst og fremst vegna þess að það var lánshæft, Dúdda gat verið í skólanum á daginn, í öldungadeildinni á kvöldin til að klára það sem vantaði upp á stúdentinn og svo vann hún í íbúðinni á kvöldin milli þess sem hún sinti dætrunum. Hún fékk íbúðina afhenta í október og flutti inn í desember, stuttu fyrir jólin. „En þá kom maðurinn. Hann þóttist vilja hjálpa til og fór ekki. Ólukkan ætlaði ekki að sleppa Dúddu. Á aðfangadag hrinti hann henni á hangikjötspottinn svo hún brenndist illa. Þannig komu jólin. Dúdda rak hann út og taldi sig loks lausa. Undir janúarlok kom hann hins vegar að sækja dótið sitt og þá sauð upp úr. Hann barði hana svo að hálsliður brákaðist, reif svo í hárið á henni að stóra skallablettur myndaðist. Dóttirin hringdi á lögregluna, sem kom og hirti manninn. En Dúdda kærði ekki, hún vildi ekki raska umgengnisrétti mannsins við dóttur sína, vildi ekki að hún missti föður.“ Engin takmörk viðast fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju.Alda Lóa En ári síðar lenti dóttur hennar í slæmum félagsskap og komst undir mannahendur. „Þá kom í ljós að maðurinn hafði misnotað báðar dætur hennar. Það eru engin takmörk fyrir hversu mikinn harm sumir hvolfa yfir annað fólk.“ Martraðarárið 1994 Svo virtist sem birta tæki til í lífi Dúddu þegar hún kynntist góðum manni, þau fluttu austur í sveit, gerðu upp hús, eignuðust son og lífið var gott. „Svo kom martraðarárið 1994. Maðurinn mjaðmagrindarbrotnaði síðasta vetrardag þegar Dúdda er kasólétt af tvíburum. 18 ára dóttirin þurfti að sjá um öll aðföng en lenti í bílslysi og bíllinn eyðilagðist, enginn meiddist. Allt virðist ganga á afturfótunum, ekkert var auðvelt. Og 12. júní fór hún af stað, sex vikum fyrir tímann. Fyrri tvíburinn lifði en sá seinni var með hjartagalla og fékk streptakokkasýkingu. Læknarnir stóðu yfir drengnum í hálfan sólarhring við að handpumpa hann, en það dugði ekki til. Hann dó áður en hann fékk að lifa. En hinn drengurinn lifði en var mjög veikur. Þau bjuggu í sex vikur á vökudeildinni. Drengurinn er með heilahimnubólgu, en hann virtist ætla að ná sér þegar honum var gefið lyf fyrir mistök sem leiddu til skemmda í heilanum. Við förum ekki út í veikindi drengsins eða fötlun hér. Þau eru hans eigin saga, en hann varð fjölfatlaður og var ósjálfbjarga um allt, þurfti aðstoð við allt. Og drengurinn varð meginverkefni og tilgangur Dúddu næstu tuttugu árin. Hún lagði allar sínar fyrirætlanir á hilluna. Ekkert af því sem hún hafði ráðgert í lífinu eða látið sig dreyma um áður passaði saman við umsjón með fjölfötluðu barni.“ Söguna alla, sem sannarlega er harmræn og allrar athygli verð, má sjá í Facebooksíðunni „Við erum hér líka“. Félagsmál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Ógæfan hefur fylgt Guðríður Steindórsdóttur, sem nú er rétt rúmlega sextug, nánast hvert fótmál. Saga Guðríðar, sem alltaf er kölluð Dúdda, einkennist af áföllum og miklu erfiðleikum. Guðríður, sem segist alltaf hafa verið sterk og heilsuhraust, stundað dans og karate, verið í skátum og hjálparsveit, spyr hvers vegna hún sé öryrki? „Og hvers vegna bý ég í kjallaranum í þessum húsi úti í sveit, í þröngri íbúð innan um leifarnar af lífinu mínu, ein og án þess að hafa efni á að byrja nýtt líf? Ég á varla fyrir matnum út mánuðinn, þarf að lifa af lægsta öryrkjalífeyri.“ Mótefnalausir synir Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og Alda Lóa Leifsdóttir ljósmyndari hafa skrifað greinaflokk fyrir Öryrkjabandalagið – Við erum hér líka, huldufólkssögur úr nútímanum – þar sem sagðar eru sögur öryrkja. Vísir hefur birt nokkrar frásagnir og nú var að birtast ein önnur úr þeim ranni, sannarlega harmræn saga undir yfirskriftinni: „Mér líður eins og kartöflumömmu, sem allt líf hefur verið sogið úr“ en þar er sögð saga Guðríðar Steindórsdóttur. Hún hefur sannarlega ekki átt sjö dagana sæla. Vísir vitnar hér í söguna með góðfúslegu leyfi höfunda en hana má sjá alla hér neðar viðtengd. Þegar Dúdda var þrjátíu og sex ára og nýútskrifuð úr kennaranámi eignaðist hún sitt fjórða og fimmta barn. „Synir mínir fæddust mótefnalausir. Ég missti annan drenginn, en hinn veiktist af heilahimnubólgu, þoldi síðan mistök lækna og náði sér aldrei, varð fjölfatlaður og þurfti aðstoð við allt. Næstu tuttugu árin sinnti ég drengnum, var honum móðir, vinur, sjúkraliði, stuðningsfulltrúi, félagsráðgjafi, bílstjóri, matselja og allt sem þurfti til að gera hans erfiða líf bærilegra. Þegar hann fór að heiman á sambýli var ég komin með vefjagigt, þrjú brjósklos og þrengingar í mænugöngum, slitin á líkama. Lífið sem ég lagði á hilluna þegar drengurinn fæddist var fokið út í veður og vind.“ Dúdda hefur fengið sinn skammt af mótlæti í lífinu.Alda Lóa Gunnar Smári og Alda Lóa rekja sögu Guðríðar og segja af uppruna hennar sem einkenndist af stöðugum flutningum. Það var rót á fjölskyldunni og líka á Dúddu. Linnulaust ofbeldi og niðurlæging „Hún fór til Akureyrar að klára gagnfræðaskólann og maður á eftir henni, ákveðinn í að krækja í hana, eins og sagt er. Og það tókst honum og þau fóru að búa. Hún er bara barn, sextán ára. Maðurinn drakk og drakk illa og þetta samband gekk engan vegin. Þau skildu eftir þrjú ár og maðurinn hvarf úr lífi Dúddu. En ekki barnið sem þau áttu saman, stúlka sem fæddist með hjartagalla, fór í uppskurð aðeins eins árs gömul og náði sér að fullu.“ Dúdda flutti ásamt fjölskyldunni suður. „Dúdda kynntist manni og asnaðist til að giftast honum. Við tóku ellefu ár sem Dúdda segir að hafi verið sér helvíti, líkamlegt og andlegt ofbeldi, linnulaus niðurlæging. Eins og gjarnt er um ólukkumenn þvældist maðurinn víða í leit að betri lífi en komst aldrei undan sjálfum sér, ólukkan elti því hann var ólánið sjálfur. Þau fóru til Vestmannaeyja og Ísafjarðar og þaðan aftur í bæinn. Þegar sambandið var að trosna upp vildi maðurinn ættleiða barn til að bjarga hjónabandinu og Dúdda lét undan. Þau ættleiddu dóttur frá Sri Lanka. Og hún málaði og teiknaði til að eiga eitthvað fyrir sig, en maðurinn hæddi hana, sagði allt ómerkilegt sem hún gerði. Lífið var þrúgandi, Dúdda kramdist undir þungu fargi. Gat verið að lífið þyrfti að vera svona andstyggilegt?“ Reyndist hafa misnotað báðar dæturnar Í sögu Dúddu kemur fram að hún vildi sleppa úr óbærilegum aðstæðum. Hún tók lífeyrissjóðslán og keypti íbúð í Mosfellsbæ. Og fór í kennaranám, kannski fyrst og fremst vegna þess að það var lánshæft, Dúdda gat verið í skólanum á daginn, í öldungadeildinni á kvöldin til að klára það sem vantaði upp á stúdentinn og svo vann hún í íbúðinni á kvöldin milli þess sem hún sinti dætrunum. Hún fékk íbúðina afhenta í október og flutti inn í desember, stuttu fyrir jólin. „En þá kom maðurinn. Hann þóttist vilja hjálpa til og fór ekki. Ólukkan ætlaði ekki að sleppa Dúddu. Á aðfangadag hrinti hann henni á hangikjötspottinn svo hún brenndist illa. Þannig komu jólin. Dúdda rak hann út og taldi sig loks lausa. Undir janúarlok kom hann hins vegar að sækja dótið sitt og þá sauð upp úr. Hann barði hana svo að hálsliður brákaðist, reif svo í hárið á henni að stóra skallablettur myndaðist. Dóttirin hringdi á lögregluna, sem kom og hirti manninn. En Dúdda kærði ekki, hún vildi ekki raska umgengnisrétti mannsins við dóttur sína, vildi ekki að hún missti föður.“ Engin takmörk viðast fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju.Alda Lóa En ári síðar lenti dóttur hennar í slæmum félagsskap og komst undir mannahendur. „Þá kom í ljós að maðurinn hafði misnotað báðar dætur hennar. Það eru engin takmörk fyrir hversu mikinn harm sumir hvolfa yfir annað fólk.“ Martraðarárið 1994 Svo virtist sem birta tæki til í lífi Dúddu þegar hún kynntist góðum manni, þau fluttu austur í sveit, gerðu upp hús, eignuðust son og lífið var gott. „Svo kom martraðarárið 1994. Maðurinn mjaðmagrindarbrotnaði síðasta vetrardag þegar Dúdda er kasólétt af tvíburum. 18 ára dóttirin þurfti að sjá um öll aðföng en lenti í bílslysi og bíllinn eyðilagðist, enginn meiddist. Allt virðist ganga á afturfótunum, ekkert var auðvelt. Og 12. júní fór hún af stað, sex vikum fyrir tímann. Fyrri tvíburinn lifði en sá seinni var með hjartagalla og fékk streptakokkasýkingu. Læknarnir stóðu yfir drengnum í hálfan sólarhring við að handpumpa hann, en það dugði ekki til. Hann dó áður en hann fékk að lifa. En hinn drengurinn lifði en var mjög veikur. Þau bjuggu í sex vikur á vökudeildinni. Drengurinn er með heilahimnubólgu, en hann virtist ætla að ná sér þegar honum var gefið lyf fyrir mistök sem leiddu til skemmda í heilanum. Við förum ekki út í veikindi drengsins eða fötlun hér. Þau eru hans eigin saga, en hann varð fjölfatlaður og var ósjálfbjarga um allt, þurfti aðstoð við allt. Og drengurinn varð meginverkefni og tilgangur Dúddu næstu tuttugu árin. Hún lagði allar sínar fyrirætlanir á hilluna. Ekkert af því sem hún hafði ráðgert í lífinu eða látið sig dreyma um áður passaði saman við umsjón með fjölfötluðu barni.“ Söguna alla, sem sannarlega er harmræn og allrar athygli verð, má sjá í Facebooksíðunni „Við erum hér líka“.
Félagsmál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira