Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:56 Íbúar í Grindavík hafa áhyggjur af stöðu mála að sögn bæjarstjórans. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík, virkjun HS Orku í Svartsengi og Bláa lóninu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Grindavík „Við vorum að ljúka samráðsfundi í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavik þar sem komu saman bæjarstjórnin, lykilstarfsmenn í bæjarfélaginu, björgunarsveitin, almannavarnanefndin, lögreglan, fulltrúar frá Bláa lóninu og HS Orku og fleiri aðilar þar sem við vorum að stilla saman strengi og ræða viðbragðsáætlanir og það sem við þurfum að undirbúa betur. Þetta fór strax í gang í gær og allur gærdagurinn var lagður undir og þeirri vinnu verður haldið áfram. Þannig að okkar vinna hér, inn á við, er að undirbúa það sem kann að gerast í framtíðinni og verstu mögulegu niðurstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að til þess komi ekki,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Aðspurður um líðan íbúa segir Fannar. „Það er auðvitað þannig að það er bæði ótti og kvíði hjá fólki, sérstaklega þegar það veit ekki við hverju má búast. Upplýsingarnar skipta gríðarlega miklu máli og upplýsingarnar frá okkar færustu vísindamönnum og þess vegna erum við með íbúafund í dag þar sem þessir aðilar koma frá veðurstofunni, lögreglunni, almannavörnum og fleiri aðilum til þess að fara yfir stöðuna, svara spurningum og reyna að sýna fram á það við hverju fólk getur búist, hvernig á að undirbúa sig og hvað þarf að gera til þess að geta mætt hugsanlegum afleiðingum þess sem nú er vísbendingum um að gæti gerst.“ Mikilvægt að hafa börn og unglinga með í ráðum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, var einnig viðstaddur samráðsfundinn í morgun. Hann var spurður hvort rýmingaráætlanir séu til reiðu komi til eldgoss. Ólafur Helgi Kjartansson, segir mikilvægt að vera við öllu búin.Vísir/Vilhelm „Það er verið að fara yfir þessi atriði núna sem getur skipt máli og það er auðvitað munur á því hvort það þarf að rýma einstaka hluta bæjarins eða flytja fólk brott og þetta vitum við ekki fyrr en eitthvað gerist sem við vonum að gerist ekki. En við treystum á vísindamenn í þessum efnum og erum að undirbúa okkur bæði undir fundinn á eftir og það sem síðar kann að gerast. Það er ekki ljóst, sem betur fer - ef til vill, hvort eitthvað slæmt muni gerast. En við viljum vera algjörlega undir það búin ef svo færi og það er mikilvægt að almenningur í Grindavík og reyndar alls staðar annars staðar fylgist með því sem verið er að gera og vinna að og við hverju megi búast. Eitt af því sem ég hef stundum sagt er að það er afar mikilvægt að hafa börn og unglinga með í þeirri vinnu því þau eru oft fljót að átta sig og það getur líka skipt máli að ræða þessi mál innan fjölskyldunnar.“ Íbúar ánægðir með viðbragðssnerpuna Sigurður Enoksson, bakarameistari Hérastubbs í Grindavík, var spurður hvernig hljóðið hafi verið í viðskiptavinum hans í bakaríinu þar sem af er degi. Sigurður Enoksson er áberandi í bæjarlífinu í Grindavík, hvort sem er í íþróttunum eða bakaríinu.Grindavík.is „Fólk er smá skelkað en ég held það sé einróma álit hjá fólki sem kom í bakaríið, hversu ánægt fólk var með hvað viðbragðsaðilar eru fljótir að láta til sín taka og maður skorar á Grindvíkinga að mæta á íbúafundinn í dag klukkan fjögur.“ Aðspurður hvort hann viti til þess að fólk sé farið að huga að því hvað það hygðist taka með sér ef til eldgoss kæmi segir Sigurður. „Það eru ýmsar sögur, einhverjir eru byrjaðir að pakka niður en við skulum vera bara róleg og sjá hvað gerist og treysta þessum mönnum fyrir því sem verið er að gera.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík, virkjun HS Orku í Svartsengi og Bláa lóninu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Grindavík „Við vorum að ljúka samráðsfundi í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavik þar sem komu saman bæjarstjórnin, lykilstarfsmenn í bæjarfélaginu, björgunarsveitin, almannavarnanefndin, lögreglan, fulltrúar frá Bláa lóninu og HS Orku og fleiri aðilar þar sem við vorum að stilla saman strengi og ræða viðbragðsáætlanir og það sem við þurfum að undirbúa betur. Þetta fór strax í gang í gær og allur gærdagurinn var lagður undir og þeirri vinnu verður haldið áfram. Þannig að okkar vinna hér, inn á við, er að undirbúa það sem kann að gerast í framtíðinni og verstu mögulegu niðurstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að til þess komi ekki,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Aðspurður um líðan íbúa segir Fannar. „Það er auðvitað þannig að það er bæði ótti og kvíði hjá fólki, sérstaklega þegar það veit ekki við hverju má búast. Upplýsingarnar skipta gríðarlega miklu máli og upplýsingarnar frá okkar færustu vísindamönnum og þess vegna erum við með íbúafund í dag þar sem þessir aðilar koma frá veðurstofunni, lögreglunni, almannavörnum og fleiri aðilum til þess að fara yfir stöðuna, svara spurningum og reyna að sýna fram á það við hverju fólk getur búist, hvernig á að undirbúa sig og hvað þarf að gera til þess að geta mætt hugsanlegum afleiðingum þess sem nú er vísbendingum um að gæti gerst.“ Mikilvægt að hafa börn og unglinga með í ráðum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, var einnig viðstaddur samráðsfundinn í morgun. Hann var spurður hvort rýmingaráætlanir séu til reiðu komi til eldgoss. Ólafur Helgi Kjartansson, segir mikilvægt að vera við öllu búin.Vísir/Vilhelm „Það er verið að fara yfir þessi atriði núna sem getur skipt máli og það er auðvitað munur á því hvort það þarf að rýma einstaka hluta bæjarins eða flytja fólk brott og þetta vitum við ekki fyrr en eitthvað gerist sem við vonum að gerist ekki. En við treystum á vísindamenn í þessum efnum og erum að undirbúa okkur bæði undir fundinn á eftir og það sem síðar kann að gerast. Það er ekki ljóst, sem betur fer - ef til vill, hvort eitthvað slæmt muni gerast. En við viljum vera algjörlega undir það búin ef svo færi og það er mikilvægt að almenningur í Grindavík og reyndar alls staðar annars staðar fylgist með því sem verið er að gera og vinna að og við hverju megi búast. Eitt af því sem ég hef stundum sagt er að það er afar mikilvægt að hafa börn og unglinga með í þeirri vinnu því þau eru oft fljót að átta sig og það getur líka skipt máli að ræða þessi mál innan fjölskyldunnar.“ Íbúar ánægðir með viðbragðssnerpuna Sigurður Enoksson, bakarameistari Hérastubbs í Grindavík, var spurður hvernig hljóðið hafi verið í viðskiptavinum hans í bakaríinu þar sem af er degi. Sigurður Enoksson er áberandi í bæjarlífinu í Grindavík, hvort sem er í íþróttunum eða bakaríinu.Grindavík.is „Fólk er smá skelkað en ég held það sé einróma álit hjá fólki sem kom í bakaríið, hversu ánægt fólk var með hvað viðbragðsaðilar eru fljótir að láta til sín taka og maður skorar á Grindvíkinga að mæta á íbúafundinn í dag klukkan fjögur.“ Aðspurður hvort hann viti til þess að fólk sé farið að huga að því hvað það hygðist taka með sér ef til eldgoss kæmi segir Sigurður. „Það eru ýmsar sögur, einhverjir eru byrjaðir að pakka niður en við skulum vera bara róleg og sjá hvað gerist og treysta þessum mönnum fyrir því sem verið er að gera.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira