„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:58 Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. landmælingar Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira
Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02
„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30