Mjög sérstök gangtegund hesta í Puerto Rico Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 19:45 Katrín Ólína á Skeiðvöllunum með Ólínu, sem er 10 vetra mögnuð klárhryssa. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“. Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“.
Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira