Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Sóley Guðmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 21:45 Manuela og Jón Eyþór voru stórglæsileg í kvöld vísir/m. flóvent Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira