Sigursteinn Másson með nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Stefán Hjörleifsson,forsvarsmaður Storytel og Sigursteinn Másson. Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar. Fjölmiðlar Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar.
Fjölmiðlar Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira