Fátækustu stúlkurnar í heiminum fá ekki formlega menntun Heimsljós kynnir 20. janúar 2020 13:45 Gunnisal Þriðjungur stúlkna á unglingsaldri frá fátækustu heimilunum hefur aldrei setið á skólabekk. Skólaganga tengist með mjög ójöfnum hætti efnameiri heimilum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem gefin er út fyrir fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss. Fulltrúar UNICEF hvöttu í morgun þjóðarleiðtoga til þess að bregðast við „skammarlegu“ misræmi í opinberum framlögum til menntamála. Í skýrslunni segir að með því að útiloka fátækustu börnin frá menntun sé fátækt viðhaldið. UNICEF segir þessum börnum mismunað með margvíslegum hætti, vegna kyns, fötlunar, þjóðabrota og lélegra innviða. UNICEF bætir við að börn sem komast í skóla eigi reyndar á hættu að lenda í alltof fjölmennum bekkjum með illa menntuðum kennurum, skorti á námsgögnum og lélegum skólabyggingum. Vísað er til skýrslu Alþjóðabankans sem sýndi að rúmlega helmingur allra barna í lágtekju- og millitekjuríkjum geti ekki lesið eða skilið einfalda frásögn við lok grunnskólanáms. Oxfam samtökin birtu einnig skýrslu í morgun um efnahagslegan ójöfnuð í heiminum og dró upp þá mynd að fátækar konur og stúlkur séu verst staddar. Þær vinni daglega 12,5 milljarða ógreiddra vinnustunda, virði 11 þúsund milljarða í bandarískum dölum. Oxfam bendir til dæmis á að 22 ríkustu menn heims eigi meiri auð en allar afrískar konur sem eru 326 milljónir talsins. Þá segir Oxfam að milljarðamæringar séu tvöfalt fleiri en fyrir áratug en auður fátækasta fólksins hafi rýrnað.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent
Þriðjungur stúlkna á unglingsaldri frá fátækustu heimilunum hefur aldrei setið á skólabekk. Skólaganga tengist með mjög ójöfnum hætti efnameiri heimilum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem gefin er út fyrir fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss. Fulltrúar UNICEF hvöttu í morgun þjóðarleiðtoga til þess að bregðast við „skammarlegu“ misræmi í opinberum framlögum til menntamála. Í skýrslunni segir að með því að útiloka fátækustu börnin frá menntun sé fátækt viðhaldið. UNICEF segir þessum börnum mismunað með margvíslegum hætti, vegna kyns, fötlunar, þjóðabrota og lélegra innviða. UNICEF bætir við að börn sem komast í skóla eigi reyndar á hættu að lenda í alltof fjölmennum bekkjum með illa menntuðum kennurum, skorti á námsgögnum og lélegum skólabyggingum. Vísað er til skýrslu Alþjóðabankans sem sýndi að rúmlega helmingur allra barna í lágtekju- og millitekjuríkjum geti ekki lesið eða skilið einfalda frásögn við lok grunnskólanáms. Oxfam samtökin birtu einnig skýrslu í morgun um efnahagslegan ójöfnuð í heiminum og dró upp þá mynd að fátækar konur og stúlkur séu verst staddar. Þær vinni daglega 12,5 milljarða ógreiddra vinnustunda, virði 11 þúsund milljarða í bandarískum dölum. Oxfam bendir til dæmis á að 22 ríkustu menn heims eigi meiri auð en allar afrískar konur sem eru 326 milljónir talsins. Þá segir Oxfam að milljarðamæringar séu tvöfalt fleiri en fyrir áratug en auður fátækasta fólksins hafi rýrnað.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent