Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 18:15 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur. Landbúnaður Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur.
Landbúnaður Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira