Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 16:42 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri þegar hann var leiddur fyrir dómara í nóvember. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Sjá meira