Ísland í formlegt samstarf við þróunarsjóð í landbúnaði Heimsljós 30. janúar 2020 15:00 Pierre Moreau-Peron frá IFAD og Stefán Jón Hafstein sendiherra við SÞ stofnanir í Róm. Skrifað hefur verið undir formlega samstarfsyfirlýsingu milli Íslands og Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) um sérfræðiaðstoð Íslendinga við verkefni sjóðsins. Í samkomulaginu sem skrifað var undir í vikunni er IFAD boðið að leita eftir sérfræðiaðstoð á ýmsum sviðum þar sem Ísland stendur sterkt að vígi. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein sendiherra við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Róm er frekara samstarf í skoðun á sviði sjávarútvegs- og fiskveiði, landgræðslu og kynjajafnréttismála. IFAD styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. Samstarfið á sér rætur í vel heppnaðri vinnustofu um „bláan hagvöxt“ sem Ísland gekkst fyrir hér á landi í nóvember á síðasta ári með þátttöku fulltrúa IFAD í verkefnum víðs vegar um heiminn. Í framhaldinu hafi komið fram mjög ákveðnar óskir af hálfu IFAD um tæknilega aðstoð frá Íslandi í náinni framtíð. ,,Þetta samstarf felur ekki í sér tækjakaup eða greiðslur fyrir verkefni," segir Stefán Jón. ,,Aðkoma okkar verður fyrst og fremst að bæta í eyður þar sem skortir þekkingu og sérfræðiþjónustu. Samstarfið er á jafnréttisgrundvelli, IFAD getur óskað eftir aðstoð við hæfi, og við heitum að reyna að koma til móts við slíkar óskir séu þekking og fjármunir til reiðu hverju sinni," segir Stefán Jón Hafstein. Þróunarsamvinna Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent
Skrifað hefur verið undir formlega samstarfsyfirlýsingu milli Íslands og Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) um sérfræðiaðstoð Íslendinga við verkefni sjóðsins. Í samkomulaginu sem skrifað var undir í vikunni er IFAD boðið að leita eftir sérfræðiaðstoð á ýmsum sviðum þar sem Ísland stendur sterkt að vígi. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein sendiherra við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Róm er frekara samstarf í skoðun á sviði sjávarútvegs- og fiskveiði, landgræðslu og kynjajafnréttismála. IFAD styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. Samstarfið á sér rætur í vel heppnaðri vinnustofu um „bláan hagvöxt“ sem Ísland gekkst fyrir hér á landi í nóvember á síðasta ári með þátttöku fulltrúa IFAD í verkefnum víðs vegar um heiminn. Í framhaldinu hafi komið fram mjög ákveðnar óskir af hálfu IFAD um tæknilega aðstoð frá Íslandi í náinni framtíð. ,,Þetta samstarf felur ekki í sér tækjakaup eða greiðslur fyrir verkefni," segir Stefán Jón. ,,Aðkoma okkar verður fyrst og fremst að bæta í eyður þar sem skortir þekkingu og sérfræðiþjónustu. Samstarfið er á jafnréttisgrundvelli, IFAD getur óskað eftir aðstoð við hæfi, og við heitum að reyna að koma til móts við slíkar óskir séu þekking og fjármunir til reiðu hverju sinni," segir Stefán Jón Hafstein.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent