Björgunarsveitir á Borgarfirði eystra og Seyðisfirði voru kallaðar út á þriðja tímanum vegna slasaðrar göngukonu í Loðmundarfirði. Sveitirnar þurftu að ferðast nokkuð langa leið til þess að komast að konunni og var hún því að lokum flutt með björgunarbát til Seyðisfjarðar til aðhlynningar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Um klukkan hálf sex var björgunarsveitin á Hvolsvelli þá kölluð út vegna ferðamanna sem fest höfðu bíl sinn í á á leiðinni í Þórsmörk. Þegar tilkynning Landsbjargar var send út, um klukkan korter í sex, var fólkið enn í bílnum. Það er þó sagt hafa verið í einni af minni ám svæðisins.