Síðsumars flugurnar fyrir laxveiðina Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2020 10:22 Thunder and lightning Eins einkennilegt og það kann að hljóma fyrir þá sem eru ekki mikið í veiði þá er það trú veiðimanna að sumar flugur henti betur fyrir ákveðinn veiðitíma en aðrar. Það er eiginlega hægt að fullyrða að allir veiðimenn sem veiða lax á flugu eigi sér ákveðna flugu fyrir byrjun sumars og aðra fyrir síðsumars veiði jafnvel að það séu nokkrar sem séu í uppáhaldi. Valið á þessum flugum er misjafnt eins og menn eru margir en þegar Veiðivísir leitaði álits hjá nokkrum reynsluboltum voru þrjár flugur sem allir nefndu alla vega einu sinni og þær eru eftirfarandi. Thunder and Lightning: Þessi fluga kemur oftast upp hjá þeim sem hafa mikla reynslu af laxveiði og þá sérstaklega haustveiðinni. Það er er eitthvað við þessa flugu og litasamsetninguna sem virkar og hún þykir yfirleitt gefa best á sólarlausum haustudögum og meira að segja vel inní kvöldhúmið. Undertaker Undertaker: Að sama skapi er þessi mjög oft nefnd og meira að segja gekk einn af viðmælendum okkar svo langt að segja að hann notaði þessa svona 80% af tímanum þegar hann veiðir í frá miðjum ágúst inn í september. Hún veiðir samt vel allt tímabilið en allri voru þó sammála um að best væri hún í rökkri. Á björtum sólardegi má hún sofa lengur í boxinu. Green butt Green Butt: Góð og veiðin allt laxveiðitímabilið. Svo góð og veiðin er hún almennt talin vera af þeim sem nota hana mikið að hún er skyldueign í boxinu. Láttu aldrei ná þér við bakkann án þess að vera með þessa í boxinu. Stangveiði Mest lesið Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Eins einkennilegt og það kann að hljóma fyrir þá sem eru ekki mikið í veiði þá er það trú veiðimanna að sumar flugur henti betur fyrir ákveðinn veiðitíma en aðrar. Það er eiginlega hægt að fullyrða að allir veiðimenn sem veiða lax á flugu eigi sér ákveðna flugu fyrir byrjun sumars og aðra fyrir síðsumars veiði jafnvel að það séu nokkrar sem séu í uppáhaldi. Valið á þessum flugum er misjafnt eins og menn eru margir en þegar Veiðivísir leitaði álits hjá nokkrum reynsluboltum voru þrjár flugur sem allir nefndu alla vega einu sinni og þær eru eftirfarandi. Thunder and Lightning: Þessi fluga kemur oftast upp hjá þeim sem hafa mikla reynslu af laxveiði og þá sérstaklega haustveiðinni. Það er er eitthvað við þessa flugu og litasamsetninguna sem virkar og hún þykir yfirleitt gefa best á sólarlausum haustudögum og meira að segja vel inní kvöldhúmið. Undertaker Undertaker: Að sama skapi er þessi mjög oft nefnd og meira að segja gekk einn af viðmælendum okkar svo langt að segja að hann notaði þessa svona 80% af tímanum þegar hann veiðir í frá miðjum ágúst inn í september. Hún veiðir samt vel allt tímabilið en allri voru þó sammála um að best væri hún í rökkri. Á björtum sólardegi má hún sofa lengur í boxinu. Green butt Green Butt: Góð og veiðin allt laxveiðitímabilið. Svo góð og veiðin er hún almennt talin vera af þeim sem nota hana mikið að hún er skyldueign í boxinu. Láttu aldrei ná þér við bakkann án þess að vera með þessa í boxinu.
Stangveiði Mest lesið Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði