Ágæt veiði í Fáskrúð í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2020 09:55 Rennt í Efri Streng í Fáskrúð Fáskrúð í Dölum hefur lengi verið vinsæl og undanfarin ár hefur ræktunarstarfi í ánni verið vel sinnt og það er loksins að skila sér til baka. Arnór Bjórnsson er einn af þeim sem hefur Fáskrúð innan sinna handa og hann segir að það sé góður gangur í ánni þessa dagana: "Undanfarnar vikur hefur verið fantaveiði í Fáskrúð í Dölum. Í venjulegu árferði er júlímánuður mjög fengsæll en því var ekki að dreifa í ár þrátt fyrir kjöraðstæður í ánni. Nú er það hins vegar svo að ágústmánuður hefur farið af stað með miklum hvelli og stefnir í metveiði í ágúst á þessu ári. Hvert "hollið" á fætur öðru toppar það sem á undan var. Hollið sem lauk veiðum þann 15. ágúst landaði 19 löxum og missti fjölda annarra sem er hörkuveiði á 3 stangir. Svo virðist sem ræktunarstarf síðustu 6 ára sé að skila góðum árangri og ef heldur áfram sem horfir blasir við góð laxveiði á næstu árum. Seiðamagn í ánni er mikið og aðstandendur árinnar bjartsýnir á framhaldið. Jafnframt er ánægjulegt að hlutfall stórlaxa fer hækkandi og fiskuralmennt mjög vel haldinn en undanfarin ár. Mikil ánægja hefur verið á meðal gesta með veiðihúsið sem tók gagngerum breytingum fyrir þremur árum. Það eru því óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan í Fáskrúð." Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði
Fáskrúð í Dölum hefur lengi verið vinsæl og undanfarin ár hefur ræktunarstarfi í ánni verið vel sinnt og það er loksins að skila sér til baka. Arnór Bjórnsson er einn af þeim sem hefur Fáskrúð innan sinna handa og hann segir að það sé góður gangur í ánni þessa dagana: "Undanfarnar vikur hefur verið fantaveiði í Fáskrúð í Dölum. Í venjulegu árferði er júlímánuður mjög fengsæll en því var ekki að dreifa í ár þrátt fyrir kjöraðstæður í ánni. Nú er það hins vegar svo að ágústmánuður hefur farið af stað með miklum hvelli og stefnir í metveiði í ágúst á þessu ári. Hvert "hollið" á fætur öðru toppar það sem á undan var. Hollið sem lauk veiðum þann 15. ágúst landaði 19 löxum og missti fjölda annarra sem er hörkuveiði á 3 stangir. Svo virðist sem ræktunarstarf síðustu 6 ára sé að skila góðum árangri og ef heldur áfram sem horfir blasir við góð laxveiði á næstu árum. Seiðamagn í ánni er mikið og aðstandendur árinnar bjartsýnir á framhaldið. Jafnframt er ánægjulegt að hlutfall stórlaxa fer hækkandi og fiskuralmennt mjög vel haldinn en undanfarin ár. Mikil ánægja hefur verið á meðal gesta með veiðihúsið sem tók gagngerum breytingum fyrir þremur árum. Það eru því óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan í Fáskrúð."
Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði