„Grautur af alls konar“ afbrigðum veirunnar greinst á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 19:00 Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira