Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur 9. febrúar 2020 13:01 Katrín Jakobsdóttir segir hugsunina bak við frumvarpið vera að ekki sé hægt að fara í kring um reglur með "kennitölukrúsídúllum.“ vísir/vilhelm Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna boðað frumvarp um jarðakaup í ræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins sem fór fram í gær í og í fyrradag. Frumvarpið er svokallaður bandormur þar sem málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Það fer í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni og verður lagt fram á yfirstandandi þingi að loknu umsagnarferli. „Í fyrsta lagi kveður það á um hvað skilyrði aðilar utan EES þurfi að uppfylla til að geta keypt land á Íslandi. Í öðru lagi erum við að tala um stórbætta skráningu í landeignaskrá sem heyrir undir þjóðskrá sem er auðvitað mjög mikilvægt atriði, að það ríki gagnsæi um þessi mál og að upplýsingar um þau séu aðgengileg meðal annars um raunverulegt eignarhald. Í þriðja lagi erum við að tala um heimild til ráðherra til þess að setja hömlur á það ef jarðir eða landareignir fara yfir ákveðna stærð.“ Katrín segir að miðað sé við mjög stórar landareignir og að reglurnar eigi því ekki að vera íþyngjandi gagnvart hefðbundnum viðskiptum. „Ætlunin er auðvitað að bregðast við þeim áhyggjum sem við höfum fundið fyrir í samfélaginu að stórir hlutar landsins séu í raun og veru að safnast á mjög fáar hendur.“ Með bættri skráningu um endanlegt eignarhald ættu stjórnvöld að geta stoppað það af ef sami aðili er að kaupa upp stóra jörð í gegnum mismunandi félög. „Hugsunin er sú að það sé ekki hægt að fara í kring um þetta með einhverjum kennitölukrúsídúllum.“ Í þessu frumvarpi er ekki gerðar kröfur um ábúnað eða nýtingu. „Síðan auðvitað er það svo að ég held að það þurfi að horfa til lengri tíma þegar kemur til dæmis að landi í búnaðarnýtingu.“ Hún segir það vera eðlilegan hluta fullveldis þjóðar að hafa yfirsýn yfir það hverjir eigi landið. „Nú í öðru lagi er þetta auðvitað nátengt auðlindanýtingu og ég held að það sé alveg ljóst að við viljum ekki sjá stjórnun auðlindanýtingar vera á of fáum höndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Alþingi Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15 Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15 Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna boðað frumvarp um jarðakaup í ræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins sem fór fram í gær í og í fyrradag. Frumvarpið er svokallaður bandormur þar sem málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Það fer í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni og verður lagt fram á yfirstandandi þingi að loknu umsagnarferli. „Í fyrsta lagi kveður það á um hvað skilyrði aðilar utan EES þurfi að uppfylla til að geta keypt land á Íslandi. Í öðru lagi erum við að tala um stórbætta skráningu í landeignaskrá sem heyrir undir þjóðskrá sem er auðvitað mjög mikilvægt atriði, að það ríki gagnsæi um þessi mál og að upplýsingar um þau séu aðgengileg meðal annars um raunverulegt eignarhald. Í þriðja lagi erum við að tala um heimild til ráðherra til þess að setja hömlur á það ef jarðir eða landareignir fara yfir ákveðna stærð.“ Katrín segir að miðað sé við mjög stórar landareignir og að reglurnar eigi því ekki að vera íþyngjandi gagnvart hefðbundnum viðskiptum. „Ætlunin er auðvitað að bregðast við þeim áhyggjum sem við höfum fundið fyrir í samfélaginu að stórir hlutar landsins séu í raun og veru að safnast á mjög fáar hendur.“ Með bættri skráningu um endanlegt eignarhald ættu stjórnvöld að geta stoppað það af ef sami aðili er að kaupa upp stóra jörð í gegnum mismunandi félög. „Hugsunin er sú að það sé ekki hægt að fara í kring um þetta með einhverjum kennitölukrúsídúllum.“ Í þessu frumvarpi er ekki gerðar kröfur um ábúnað eða nýtingu. „Síðan auðvitað er það svo að ég held að það þurfi að horfa til lengri tíma þegar kemur til dæmis að landi í búnaðarnýtingu.“ Hún segir það vera eðlilegan hluta fullveldis þjóðar að hafa yfirsýn yfir það hverjir eigi landið. „Nú í öðru lagi er þetta auðvitað nátengt auðlindanýtingu og ég held að það sé alveg ljóst að við viljum ekki sjá stjórnun auðlindanýtingar vera á of fáum höndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15 Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15 Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15
Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15
Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00