Keppanda í sænsku undankeppni Eurovision óvænt vikið úr keppni vegna dómsmáls Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 11:50 Thorsten Flinck fær ekki að taka þátt í Melodifestivalen. Vísir/Getty Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum. Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum.
Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira