Vegagerðin lýsti í kvöld yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla. Fyrr í dag hafði verið tilkynnt að snjóflóðahætta væri möguleg þar næsta sólarhringinn.
Þá er snjóflóðahætta möguleg í Súðavíkurhlíð næsta sólarhringinn.
Vetrarfærð er í flestum landshlutum, víða hálka eða hálkublettir en flughálka á nokkrum stöðum, það er á Skógarströnd og á Dragavegi, Hjallahálsi, í Jökuldal og um Möðrudalsöræfi.
Ólafsfjarðarmúli: Óvissustigi vegna snjóflóða er lýst yfir í dag, þriðjudag kl. 21:30 #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 4, 2020