Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Þá verður rætt verður við formann Eflingar um aðgerðir dagsins og fylgst með samstöðufundi og kröfugöngu félagsmanna.
Tekist var á framúrkeyrslu SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan byggðasamlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Einnig fjöllum við um skóflustungu að nýrri byggingu Alþingis sem tekin var í dag, vandræði Demókrata í forvali bandarísku forsetakosninganna og við verðum í beinni frá samstöðufundi í Bíó Paradís.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
Innlent