Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 09:30 Losun frá orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu hefur meira en tvöfaldast á þrjátíu árum. Vísir/Vilhelm Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp. Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp.
Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira