„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. febrúar 2020 19:00 Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira