Segist í engum hefndarhug og aðeins reyna að vinna vinnuna sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2020 13:25 Harpa Ólafsdóttir starfaði hjá Eflingu í fimmtán ár á sviði kjaramála. Nú stýrir hún kjaraviðræðum við Eflingu fyrir hönd borgarinnar. Vísir Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira