Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 19:16 Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Vísir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. Brottvísun fjölskyldunnar var frestað eftir að hinn sautján ára gamli Maní Shahidi var lagður á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Maní og foreldrar hans komu hingað til lands í mars á síðasta ári eftir að hafa flúið ofsóknir í heimalandinu. Maní er trans strákur og hafa Samtökin 78 sagt það ógna lífi hans yrði hann sendur úr landi. Andleg heilsa hans myndi hljóta gífurlega hnekki og hann hafi fundið öryggi. Sjá einnig: Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran „Það er enn þá óvissa um rétt umbjóðenda minna til dvalar á meðan málið er til meðferðar. Þetta tel ég ekki yfir gagnrýni hafið í ljósi háttsemi stjórnvalda að svara engum beiðnum frá okkur þess efnis um að veita honum áframhaldandi dvöl. Það er ekki yfir gagnrýni hafið í ljósi þess að hann liggur enn þá á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og sérstaklega í ljósi þeirrar skyldu að gæta að hagsmunum hans,“ sagði Claudie í samtali við fréttastofu í kvöld. Þau hafi ítrekað beiðni um afhendingu gagna og hafa beðið um að fjölskyldan fái að dvelja áfram hér á landi í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem nú sé komin upp. „Við eigum von á gögnum frá kærunefnd útlendingamála klukkan tólf á morgun en þau gögn sem kærunefnd hefur ekki, og við höfum óskað eftir frá Útlendingastofnun, höfum við ekki enn þá fengið viðbrögð.“ Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. Brottvísun fjölskyldunnar var frestað eftir að hinn sautján ára gamli Maní Shahidi var lagður á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Maní og foreldrar hans komu hingað til lands í mars á síðasta ári eftir að hafa flúið ofsóknir í heimalandinu. Maní er trans strákur og hafa Samtökin 78 sagt það ógna lífi hans yrði hann sendur úr landi. Andleg heilsa hans myndi hljóta gífurlega hnekki og hann hafi fundið öryggi. Sjá einnig: Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran „Það er enn þá óvissa um rétt umbjóðenda minna til dvalar á meðan málið er til meðferðar. Þetta tel ég ekki yfir gagnrýni hafið í ljósi háttsemi stjórnvalda að svara engum beiðnum frá okkur þess efnis um að veita honum áframhaldandi dvöl. Það er ekki yfir gagnrýni hafið í ljósi þess að hann liggur enn þá á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og sérstaklega í ljósi þeirrar skyldu að gæta að hagsmunum hans,“ sagði Claudie í samtali við fréttastofu í kvöld. Þau hafi ítrekað beiðni um afhendingu gagna og hafa beðið um að fjölskyldan fái að dvelja áfram hér á landi í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem nú sé komin upp. „Við eigum von á gögnum frá kærunefnd útlendingamála klukkan tólf á morgun en þau gögn sem kærunefnd hefur ekki, og við höfum óskað eftir frá Útlendingastofnun, höfum við ekki enn þá fengið viðbrögð.“
Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19
Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57