Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. febrúar 2020 20:00 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan.
Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira