Áratugur aðgerða í þágu heimsmarkmiðanna Heimsljós kynnir 14. febrúar 2020 13:45 Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum stórátaki á dögunum sem hefur þann tilgang að herða baráttuna um heimsmarkmiðin, nú þegar áratugur er til stefnu þar til þau eiga að vera komin í höfn. Átakið nefnist “Áratugur aðgerða” (Decade of Action) og felur í sér hvatningu til allra þjóða heims um aðgerðir til að uppfylla heimsmarkmiðin sautján fyrir lok þessa áratugar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku við af þúsaldarmarkmiðunum og tóku formlega gildi í ársbyrjun 2016. Þessum metnaðarfulllu markmiðum um betri heim á að vera náð í árslok 2030, eða á réttum fimmtán árum. Á þeim rúmu fjórum árum sem liðin eru hefur árangur náðst á mörgum sviðum en á heildina litið telja Sameinuðu þjóðirnar að hraða þurfi aðgerðum og því sé nauðsynlegt að kynda undir baráttuna fyrir árangri með sérstöku átaki. „Áratugur aðgerða miðar að því að tryggja réttlátari hnattvæðingu, efla hagvöxt og koma í veg fyrir átök,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að með áratug aðgerða sé hvatt til að greiða fyrir sjálfbærum lausnum á helstu vandamálum heimsins. „Á þessum áratugi aðgerða ber okkur að fjárfesta í upprætingu fátæktar, félagslegri vernd, heilsugæslu og baráttu gegn farsóttum, menntun, orku og hreinlæti, sjálfbærum samgöngum og innviðum og aðgengi að netinu,“ segir hann. Guterres telur þrennt skipta höfuðmáli í öllum samfélögum þegar kemur að því að koma heimsmarkmiðunum í höfn. Í fyrsta lagi sé á alheimsvísu þörf á einbeittari forystu, auknum fjárframlögum og snjallari lausnum í þágu heimsmarkiðanna. Hvarvetna þurfi að huga að umskiptum í stefnumótun, fjárlögum, stofnunum og regluverki ríkisstjórna, borga og sveitastjórna. Loks þurfi að fylkja liði almennings, þar á meðal ungmenna, fjölmiðla, einkageirans, verkalýðsfélaga, fræðasamfélagsins og annara sem vilja skapa betri heim til að skapa óstöðvandi hreyfiafl til að ýta á eftir nauðsynlegum umbótum. „Við verðum að bæta stjórnunarhætti, berjast gegn ólöglegu fjárstreymi, uppræta spillingu og þróa skilvirkt, auðskilið og réttlátt skattakerfi. Við verðum að byggja upp efnahagslíf fyrir framtíðina og tryggja öllum sómasamleg störf, sérstaklega ungu fólki. Og við verðum að einbeita okkur sérstaklega að konum og stúlkum því það er okkur öllum í hag,” sagði Guterres í ræðu á alllsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem áratugur aðgerða var kynntur. Vefur heimsmarkmiðanna á íslensku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum stórátaki á dögunum sem hefur þann tilgang að herða baráttuna um heimsmarkmiðin, nú þegar áratugur er til stefnu þar til þau eiga að vera komin í höfn. Átakið nefnist “Áratugur aðgerða” (Decade of Action) og felur í sér hvatningu til allra þjóða heims um aðgerðir til að uppfylla heimsmarkmiðin sautján fyrir lok þessa áratugar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku við af þúsaldarmarkmiðunum og tóku formlega gildi í ársbyrjun 2016. Þessum metnaðarfulllu markmiðum um betri heim á að vera náð í árslok 2030, eða á réttum fimmtán árum. Á þeim rúmu fjórum árum sem liðin eru hefur árangur náðst á mörgum sviðum en á heildina litið telja Sameinuðu þjóðirnar að hraða þurfi aðgerðum og því sé nauðsynlegt að kynda undir baráttuna fyrir árangri með sérstöku átaki. „Áratugur aðgerða miðar að því að tryggja réttlátari hnattvæðingu, efla hagvöxt og koma í veg fyrir átök,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að með áratug aðgerða sé hvatt til að greiða fyrir sjálfbærum lausnum á helstu vandamálum heimsins. „Á þessum áratugi aðgerða ber okkur að fjárfesta í upprætingu fátæktar, félagslegri vernd, heilsugæslu og baráttu gegn farsóttum, menntun, orku og hreinlæti, sjálfbærum samgöngum og innviðum og aðgengi að netinu,“ segir hann. Guterres telur þrennt skipta höfuðmáli í öllum samfélögum þegar kemur að því að koma heimsmarkmiðunum í höfn. Í fyrsta lagi sé á alheimsvísu þörf á einbeittari forystu, auknum fjárframlögum og snjallari lausnum í þágu heimsmarkiðanna. Hvarvetna þurfi að huga að umskiptum í stefnumótun, fjárlögum, stofnunum og regluverki ríkisstjórna, borga og sveitastjórna. Loks þurfi að fylkja liði almennings, þar á meðal ungmenna, fjölmiðla, einkageirans, verkalýðsfélaga, fræðasamfélagsins og annara sem vilja skapa betri heim til að skapa óstöðvandi hreyfiafl til að ýta á eftir nauðsynlegum umbótum. „Við verðum að bæta stjórnunarhætti, berjast gegn ólöglegu fjárstreymi, uppræta spillingu og þróa skilvirkt, auðskilið og réttlátt skattakerfi. Við verðum að byggja upp efnahagslíf fyrir framtíðina og tryggja öllum sómasamleg störf, sérstaklega ungu fólki. Og við verðum að einbeita okkur sérstaklega að konum og stúlkum því það er okkur öllum í hag,” sagði Guterres í ræðu á alllsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem áratugur aðgerða var kynntur. Vefur heimsmarkmiðanna á íslensku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent