„Við viljum ekki fá fleiri viðskiptavini“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 14:23 Þema 112-dagsins sem haldinn er um land allt í dag er öryggi í umferðinni. Vísir Í dag er 112-dagurinn haldinn um land allt í dag en þema dagsins er aukið öryggi fólks í umferðinni. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, sýnileika í umferðinni skipta höfuðmáli. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til móttöku í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 16.00 síðdegis þar sem afhent verða verðlaun í eldvarnagetraun og skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Forseti Íslands mun þá halda ávarp við athöfnina. Sjálfboðarliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma sér fyrir á fjölförnum stöðum og dreifa um sautján þúsund endurskinsmerkjum til vegfarenda. Tómas segir að þetta árið sé sjónum sérstaklega beint að öryggi fólks í umferðinni. „Þemað þetta árið er öryggi í umferðinni. Vertu sýnilegur og vertu snjall við stýrið, það er að segja ekki í snjalltækjum og beindu athyglinni að veginum. Það hefur sýnt sig að ef fólk er með endurskin í yfirhöfnum þá er það fimm sinnum sýnilegra en annars. Þá séstu fimmfalt lengri vegalengd. Jafnvel þótt bílstjórinn sé ekki með hundrað prósent athygli þá sér hann þig allavega svo miklu, miklu fyrr. Hvers vegna er mikilvægt að fólk hugi sérstaklega að þessu? „Allir samstarfsaðilar á bakvið 112-daginn þekkja afleiðingar þess að fólk sé ekki sýnilegt og að athyglin dvíni hjá ökumönnum og við viljum ekki fá fleiri viðskiptavini, ég held það megi bara segja það þannig. Við viljum bara gjarnan fá fólk heilt heim án viðkomu hjá okkar starfsstöðvum,“ segir Tómas. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Í dag er 112-dagurinn haldinn um land allt í dag en þema dagsins er aukið öryggi fólks í umferðinni. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, sýnileika í umferðinni skipta höfuðmáli. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til móttöku í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 16.00 síðdegis þar sem afhent verða verðlaun í eldvarnagetraun og skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Forseti Íslands mun þá halda ávarp við athöfnina. Sjálfboðarliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma sér fyrir á fjölförnum stöðum og dreifa um sautján þúsund endurskinsmerkjum til vegfarenda. Tómas segir að þetta árið sé sjónum sérstaklega beint að öryggi fólks í umferðinni. „Þemað þetta árið er öryggi í umferðinni. Vertu sýnilegur og vertu snjall við stýrið, það er að segja ekki í snjalltækjum og beindu athyglinni að veginum. Það hefur sýnt sig að ef fólk er með endurskin í yfirhöfnum þá er það fimm sinnum sýnilegra en annars. Þá séstu fimmfalt lengri vegalengd. Jafnvel þótt bílstjórinn sé ekki með hundrað prósent athygli þá sér hann þig allavega svo miklu, miklu fyrr. Hvers vegna er mikilvægt að fólk hugi sérstaklega að þessu? „Allir samstarfsaðilar á bakvið 112-daginn þekkja afleiðingar þess að fólk sé ekki sýnilegt og að athyglin dvíni hjá ökumönnum og við viljum ekki fá fleiri viðskiptavini, ég held það megi bara segja það þannig. Við viljum bara gjarnan fá fólk heilt heim án viðkomu hjá okkar starfsstöðvum,“ segir Tómas.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira