Í kvöld kemur í ljós hvert framlag Íslands verður til Eurovision söngvakeppnarinnar í Hollandi fram fer í maí næstkomandi. Fimm lög keppa til leiks á úrslitakvöldinu og hefur keppnin að venju verið Íslendingum hugleikin á samfélagsmiðlum.
Tæknileg vandamál komu upp þegar Daði og Gagnamagnið fluttu lag sitt aftur í úrslitaeinvíginu og greip RÚV til þess ráðs að stöðva flutninginn stuttu eftir að hann hófst. Óhætt er að segja að vandræðin hafi farið illa í Twitterverja.
Nokkur stund leið þangað til að Gagnamagnið fékk að hefja flutning sinn aftur og kom það í hlut kynnana að fylla upp í tímann á meðan. Úr varð að útsendingarlokum seinkaði um minnst tuttugu mínútur ef marka má fyrirliggjandi dagskrá RÚV.
Þegar þú ert kominn á annan tug mínútna af steypu og farin að ræða það að Hatarameðlimur sé húsritari í blokkinni sinni þá eru tíu mínútur síðan að þetta varð góð hugmynd. #12stig pic.twitter.com/hMFDQp7AlN
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) February 29, 2020
Það þarf að senda viðbragðsteymi almannavarna og rauða krossins í þessa útsendingu #12stig
— Björn Leó (@Bjornleo) February 29, 2020
Hér má sjá brot af því besta sem fólk hefur haft að segja um atriðin og útsendinguna á Twitter í kvöld.