Ferja bílstjóra að yfirgefnum bílum á Sólheimasandi eftir nótt í fjöldahjálparstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:58 Vegum var víða lokað á Suðurlandi í gær. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Um hundrað manns gistu fjöldahjálparstöð að Heimalandi undir Eyjafjöllum í nótt. Langflestir sem gistu í stöðinni festu bíla sína á Sólheimasandi en björgunarsveitir munu ferja bílstjóra að bílum sínum með morgninum. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Suðurnesjum voru önnum kafnar í nótt. Veður var afar slæmt og færð jafnvel enn verri. Tugir bíla sátu fastir á Sólheimasandi og voru ökumenn og farþegar fluttir í fjöldahjálparstöðina. Sjá einnig: Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Árný Hrund Svavarsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins hefur haldið utan um fjöldahjálparstöðina síðan í nótt. Hún segir í samtali við Vísi að staðan sé góð, allir vaknaðir og hafi sofið vel. „Björgunarsveitarmenn ætla nú að ferja bílstjóra að Sólheimasandi að bílunum, allir vilja komast af stað.“ Bílstjórarnir muni svo sækja sína farþega í fjöldahjálparstöðina. Árný segir að flestir í stöðinni séu erlendir ferðamenn en tveir eða þrír Íslendingar hafi einnig gist í nótt. Þá komu um tuttugu manns með rútu sem komst ekki leiðar sinnar vegna vegalokana á Suðurlandi í gærkvöldi. 38 manns fengu jafnframt inni að gömlu heimavistinni að Skógum í nótt vegna veðurs og færðar. „Núna erum við að fara í það að tala við fólkið og tilkynna þeim að bílstjórarnir verði ferjaðir að bílunum,“ segir Árný. „Það er ekkert svakalega hvasst lengur en komin bullandi snjókoma.“ Vonir standa til að allir verði komnir aftur af stað á ellefta tímanum. Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30 Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Um hundrað manns gistu fjöldahjálparstöð að Heimalandi undir Eyjafjöllum í nótt. Langflestir sem gistu í stöðinni festu bíla sína á Sólheimasandi en björgunarsveitir munu ferja bílstjóra að bílum sínum með morgninum. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Suðurnesjum voru önnum kafnar í nótt. Veður var afar slæmt og færð jafnvel enn verri. Tugir bíla sátu fastir á Sólheimasandi og voru ökumenn og farþegar fluttir í fjöldahjálparstöðina. Sjá einnig: Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Árný Hrund Svavarsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins hefur haldið utan um fjöldahjálparstöðina síðan í nótt. Hún segir í samtali við Vísi að staðan sé góð, allir vaknaðir og hafi sofið vel. „Björgunarsveitarmenn ætla nú að ferja bílstjóra að Sólheimasandi að bílunum, allir vilja komast af stað.“ Bílstjórarnir muni svo sækja sína farþega í fjöldahjálparstöðina. Árný segir að flestir í stöðinni séu erlendir ferðamenn en tveir eða þrír Íslendingar hafi einnig gist í nótt. Þá komu um tuttugu manns með rútu sem komst ekki leiðar sinnar vegna vegalokana á Suðurlandi í gærkvöldi. 38 manns fengu jafnframt inni að gömlu heimavistinni að Skógum í nótt vegna veðurs og færðar. „Núna erum við að fara í það að tala við fólkið og tilkynna þeim að bílstjórarnir verði ferjaðir að bílunum,“ segir Árný. „Það er ekkert svakalega hvasst lengur en komin bullandi snjókoma.“ Vonir standa til að allir verði komnir aftur af stað á ellefta tímanum.
Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30 Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41
Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12