Ferja bílstjóra að yfirgefnum bílum á Sólheimasandi eftir nótt í fjöldahjálparstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:58 Vegum var víða lokað á Suðurlandi í gær. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Um hundrað manns gistu fjöldahjálparstöð að Heimalandi undir Eyjafjöllum í nótt. Langflestir sem gistu í stöðinni festu bíla sína á Sólheimasandi en björgunarsveitir munu ferja bílstjóra að bílum sínum með morgninum. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Suðurnesjum voru önnum kafnar í nótt. Veður var afar slæmt og færð jafnvel enn verri. Tugir bíla sátu fastir á Sólheimasandi og voru ökumenn og farþegar fluttir í fjöldahjálparstöðina. Sjá einnig: Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Árný Hrund Svavarsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins hefur haldið utan um fjöldahjálparstöðina síðan í nótt. Hún segir í samtali við Vísi að staðan sé góð, allir vaknaðir og hafi sofið vel. „Björgunarsveitarmenn ætla nú að ferja bílstjóra að Sólheimasandi að bílunum, allir vilja komast af stað.“ Bílstjórarnir muni svo sækja sína farþega í fjöldahjálparstöðina. Árný segir að flestir í stöðinni séu erlendir ferðamenn en tveir eða þrír Íslendingar hafi einnig gist í nótt. Þá komu um tuttugu manns með rútu sem komst ekki leiðar sinnar vegna vegalokana á Suðurlandi í gærkvöldi. 38 manns fengu jafnframt inni að gömlu heimavistinni að Skógum í nótt vegna veðurs og færðar. „Núna erum við að fara í það að tala við fólkið og tilkynna þeim að bílstjórarnir verði ferjaðir að bílunum,“ segir Árný. „Það er ekkert svakalega hvasst lengur en komin bullandi snjókoma.“ Vonir standa til að allir verði komnir aftur af stað á ellefta tímanum. Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30 Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Um hundrað manns gistu fjöldahjálparstöð að Heimalandi undir Eyjafjöllum í nótt. Langflestir sem gistu í stöðinni festu bíla sína á Sólheimasandi en björgunarsveitir munu ferja bílstjóra að bílum sínum með morgninum. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Suðurnesjum voru önnum kafnar í nótt. Veður var afar slæmt og færð jafnvel enn verri. Tugir bíla sátu fastir á Sólheimasandi og voru ökumenn og farþegar fluttir í fjöldahjálparstöðina. Sjá einnig: Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Árný Hrund Svavarsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins hefur haldið utan um fjöldahjálparstöðina síðan í nótt. Hún segir í samtali við Vísi að staðan sé góð, allir vaknaðir og hafi sofið vel. „Björgunarsveitarmenn ætla nú að ferja bílstjóra að Sólheimasandi að bílunum, allir vilja komast af stað.“ Bílstjórarnir muni svo sækja sína farþega í fjöldahjálparstöðina. Árný segir að flestir í stöðinni séu erlendir ferðamenn en tveir eða þrír Íslendingar hafi einnig gist í nótt. Þá komu um tuttugu manns með rútu sem komst ekki leiðar sinnar vegna vegalokana á Suðurlandi í gærkvöldi. 38 manns fengu jafnframt inni að gömlu heimavistinni að Skógum í nótt vegna veðurs og færðar. „Núna erum við að fara í það að tala við fólkið og tilkynna þeim að bílstjórarnir verði ferjaðir að bílunum,“ segir Árný. „Það er ekkert svakalega hvasst lengur en komin bullandi snjókoma.“ Vonir standa til að allir verði komnir aftur af stað á ellefta tímanum.
Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30 Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41
Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12