Skemmtileg nálgun á Karíus & Baktus Daldrandi kynnir 27. febrúar 2020 10:45 Karíus og Baktus lifa aldeilis góðu lífi enn þó sjötíu og eitt ár sé frá því að þeir spruttu fram úr smiðju Thorbjörns Egner. Nú gera tanntröllin aumingja Jens lífið leitt í Kaldalóni í Hörpu þar sem sett hefur verið upp leikhús. Sýningin hefur slegið í gegn og er uppselt á allar sýningar í febrúar og óðum að fyllast í sæti á sýningar í mars. Skemmtileg nálgun leikstjóranna á þessa sígildu sögu fellur vel í kramið en þær Sara Martí Guðmundsdóttir og Agnes Wild þurftu að hugsa út fyrir kassann til að breyta Kaldalóni í leikhús. „Ég þurfti að velta dálítið fyrir mér hvernig við ættum að koma öllu fyrir á sviðinu þar sem Kaldalón er ekki eiginlegt leikhús,“ segir Sara en sagan kallar á talsverða leikmynd. Steinunn Marta Önnudóttir myndlistakona hannaði og smíðaði tennur en borinn og risa tannburstann sem sveiflast um munninn á Jens þurfti að útfæra á annan máta. „Ég stakk upp á að leysa það með vídeó-innsetningu og fékk Steinar Júlíusson til að útfæra hana. Steinar er frábær í myndvinnslu og hafði meðal annars gert flott tónlistarmyndband fyrir FM Belfast þar sem hann umbreytti andlitum og ég hugsaði með mér að það væri akkúrat það sem við þyrftum. Steinar tók Karíus og Baktus upp á myndband og útbjó ferðalag þeirra félaga inn í munninn á honum Jens. Auk þess var mandbandsvörðun notuð fyrir ýmsa hluti sem koma inn í munninn eins og tannburstann, borinn, nammi og fleira. Á sviðinu er stór munnur með brjálæðislega flottu tönnunum eftir Steinunni og svo vörpum við myndefninu á góminn. Þetta kemur ótrúlega vel út. Krakkarnir elska þessa útfærslu,“ segir Sara. Þó hafi þurft að fylgja ákveðnum reglum varðandi útfærsluna á sýningunni og sumt hafi alls ekki mátt. „Okkur langaði til dæmis að gera Karíus og Baktus að Ninjum en máttum það ekki. Þeir urðu líka skilyrðislaust að vera með rautt og svart hár,“ segir Sara sposk en þó hafi mátt krydda aðeins. „Stefán Örn Gunnlaugsson, tónlistarmaður útfærði tónlistina ótrúlega vel og það má merkja smá Tarantino áhrif. Við aðlöguðum aðeins söguna við nútímann og bættum við nokkrum hnyttnum setningum fyrir fullorðna. Áður en við frumsýndum prufukeyrðum við sýninguna á leikskólakrökkum og grunnskólakrökkum og það var svo gaman að heyra hvernig mismunandi aldurshóparnir hlógu á ólíkum stöðum. Svo eru uppeldisbrandarar inni á milli sem bara fullorðna fólkið fattar. Við vildum nefnilega að setja ábyrgðina aðeins yfir á fullorðna fólkið í þessari útfærslu með að bursta, ekki bara á krakkana.“ Sara segir þær Agnesi hafa verið samtaka um útfærslu sýningarinnar. Þær hafi báðar mikinn metnað fyrir menningarefni fyrir börn og eru báðar reynslumiklar í uppsetningu barnaleikrita. „Ég hóaði í Agnesi eftir að ég var fengin til að leikstýra Karíusi og Baktusi en við höfum unnið talsvert saman áður. Við brennum báðar fyrir því að gera gott barnaleikhús og sýningin Karíus og Baktus er fullkomið tækifæri til þess. Styrkleikar okkar liggja á ólíkum sviðum sem er gott en það kom okkur skemmtilega á óvart að við höfðum í grunninn sömu hugmyndir um hvernig við vildum gera þetta. Það gekk allt upp og við erum rosalega stoltar af þessari sýningu,“ segir Sara. Agnes Wild og Sara Martí á frumsýningu. Sýningin Karíus og Baktus verður sýnd meira og minna allar helgar fram á sumar, nú þegar er að verða uppselt í mars en sýningar í apríl og maí eru komnar í sölu. Allir í leikhús!Þessi kynning er unnin í samstarfi við Daldranda. Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Karíus og Baktus lifa aldeilis góðu lífi enn þó sjötíu og eitt ár sé frá því að þeir spruttu fram úr smiðju Thorbjörns Egner. Nú gera tanntröllin aumingja Jens lífið leitt í Kaldalóni í Hörpu þar sem sett hefur verið upp leikhús. Sýningin hefur slegið í gegn og er uppselt á allar sýningar í febrúar og óðum að fyllast í sæti á sýningar í mars. Skemmtileg nálgun leikstjóranna á þessa sígildu sögu fellur vel í kramið en þær Sara Martí Guðmundsdóttir og Agnes Wild þurftu að hugsa út fyrir kassann til að breyta Kaldalóni í leikhús. „Ég þurfti að velta dálítið fyrir mér hvernig við ættum að koma öllu fyrir á sviðinu þar sem Kaldalón er ekki eiginlegt leikhús,“ segir Sara en sagan kallar á talsverða leikmynd. Steinunn Marta Önnudóttir myndlistakona hannaði og smíðaði tennur en borinn og risa tannburstann sem sveiflast um munninn á Jens þurfti að útfæra á annan máta. „Ég stakk upp á að leysa það með vídeó-innsetningu og fékk Steinar Júlíusson til að útfæra hana. Steinar er frábær í myndvinnslu og hafði meðal annars gert flott tónlistarmyndband fyrir FM Belfast þar sem hann umbreytti andlitum og ég hugsaði með mér að það væri akkúrat það sem við þyrftum. Steinar tók Karíus og Baktus upp á myndband og útbjó ferðalag þeirra félaga inn í munninn á honum Jens. Auk þess var mandbandsvörðun notuð fyrir ýmsa hluti sem koma inn í munninn eins og tannburstann, borinn, nammi og fleira. Á sviðinu er stór munnur með brjálæðislega flottu tönnunum eftir Steinunni og svo vörpum við myndefninu á góminn. Þetta kemur ótrúlega vel út. Krakkarnir elska þessa útfærslu,“ segir Sara. Þó hafi þurft að fylgja ákveðnum reglum varðandi útfærsluna á sýningunni og sumt hafi alls ekki mátt. „Okkur langaði til dæmis að gera Karíus og Baktus að Ninjum en máttum það ekki. Þeir urðu líka skilyrðislaust að vera með rautt og svart hár,“ segir Sara sposk en þó hafi mátt krydda aðeins. „Stefán Örn Gunnlaugsson, tónlistarmaður útfærði tónlistina ótrúlega vel og það má merkja smá Tarantino áhrif. Við aðlöguðum aðeins söguna við nútímann og bættum við nokkrum hnyttnum setningum fyrir fullorðna. Áður en við frumsýndum prufukeyrðum við sýninguna á leikskólakrökkum og grunnskólakrökkum og það var svo gaman að heyra hvernig mismunandi aldurshóparnir hlógu á ólíkum stöðum. Svo eru uppeldisbrandarar inni á milli sem bara fullorðna fólkið fattar. Við vildum nefnilega að setja ábyrgðina aðeins yfir á fullorðna fólkið í þessari útfærslu með að bursta, ekki bara á krakkana.“ Sara segir þær Agnesi hafa verið samtaka um útfærslu sýningarinnar. Þær hafi báðar mikinn metnað fyrir menningarefni fyrir börn og eru báðar reynslumiklar í uppsetningu barnaleikrita. „Ég hóaði í Agnesi eftir að ég var fengin til að leikstýra Karíusi og Baktusi en við höfum unnið talsvert saman áður. Við brennum báðar fyrir því að gera gott barnaleikhús og sýningin Karíus og Baktus er fullkomið tækifæri til þess. Styrkleikar okkar liggja á ólíkum sviðum sem er gott en það kom okkur skemmtilega á óvart að við höfðum í grunninn sömu hugmyndir um hvernig við vildum gera þetta. Það gekk allt upp og við erum rosalega stoltar af þessari sýningu,“ segir Sara. Agnes Wild og Sara Martí á frumsýningu. Sýningin Karíus og Baktus verður sýnd meira og minna allar helgar fram á sumar, nú þegar er að verða uppselt í mars en sýningar í apríl og maí eru komnar í sölu. Allir í leikhús!Þessi kynning er unnin í samstarfi við Daldranda.
Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira