Lífið

„Filterar“ Facebook léku veðurfréttamann grátt

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinton sjálfur hefur haft gaman af atvikinu og segir samstarfsmenn sína og vini hafa gert mikið grín af sér. Annað væri óeðlilegt.
Hinton sjálfur hefur haft gaman af atvikinu og segir samstarfsmenn sína og vini hafa gert mikið grín af sér. Annað væri óeðlilegt.

Veðurfréttamaðurinn Justin Hinton var að segja frá fyrstu snjókomu vetrarins í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í síðustu viku en bein útsending hans hefur vakið mikla lukku. Ástæðan er sú að Hinton var í beinni útsendingu á Facebooksíðu WLOS ABC 13 og fyrir mistök var hann með fjölda svokallaðra „filtera“ á útsendingunni.

Þetta er ekki í fyrst sinn sem mistök sem þessi eru gerð. Í fyrra lenti pakistanski stjórnmálamaðurinn Shaukat Yousafzai í því að vera með kisufilter á beinni útsendingu frá blaðamannafundi.

Sjá einnig: Settu ó­­vart „kisu­filter“ á beina út­­sendingu af blaða­manna­fundi

Hinton sjálfur hefur haft gaman af atvikinu og segir samstarfsmenn sína og vini hafa gert mikið grín af sér. Annað væri óeðlilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×