Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2020 18:45 Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Vísir/Vilhelm Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira