„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 16:58 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hvetja alla til þess að fara eftir tveggja metra reglunni. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. Í reglugerð sem gefin var út er aðeins kveðið á um skyldu rekstraraðila og vinnuveitenda til þess að tryggja það að fólk geti viðhaldið fjarlægðarmörkum. Þannig telur Þórólfur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hafi ekki gerst brotleg við sóttvarnalög þegar hún hitti vinkonur sínar síðustu helgi. Hún hafi ekki fylgt umræddum leiðbeiningum en líkt og áður sagði: „Það er ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga til að fara eftir tveggja metra reglunni,“ segir Þórólfur sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ákveðið misræmi vera í orðalagi hvað varðar tveggja metra regluna í þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Það geti valdið misskilningi og það þurfi að samræma og laga. Mörg grá svæði séu til staðar þegar kemur að því að viðhalda fjarlægðarmörkum og hefur hann kosið að orða það svo að óskyldir og ótengdir einstaklingar eigi að fara eftir tveggja metra reglunni. „Ráðherra hefur ekki farið eftir þessum leiðbeiningum en hann hefur ekki brotið reglugerðina.“ Hann segir því val hvers og eins hvenær og þá hvort þeir viðhaldi tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra. Fólk eigi að geta dæmt um það hvenær það sé best að viðhalda fjarlægðarmörkum með tilliti til þess hversu tengdir þeir eru viðkomandi. „Það eru kannski vinir, vandamenn, vinnufélagar til dæmis. Á vinnustöðum þarf vinnuveitandi að tryggja þessa tveggja metra reglu og tryggja að fólk geti viðhaft þessa tveggja metra reglu. Síðan er það einstaklinganna að ákveða hvort þeir ætli að fara eftir þessum leiðbeiningum,“ segir Þórólfur, sem hvetur þó langflesta til þess að fara eftir tveggja metra reglunni ef mögulegt er. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórólf. Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. Í reglugerð sem gefin var út er aðeins kveðið á um skyldu rekstraraðila og vinnuveitenda til þess að tryggja það að fólk geti viðhaldið fjarlægðarmörkum. Þannig telur Þórólfur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hafi ekki gerst brotleg við sóttvarnalög þegar hún hitti vinkonur sínar síðustu helgi. Hún hafi ekki fylgt umræddum leiðbeiningum en líkt og áður sagði: „Það er ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga til að fara eftir tveggja metra reglunni,“ segir Þórólfur sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ákveðið misræmi vera í orðalagi hvað varðar tveggja metra regluna í þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Það geti valdið misskilningi og það þurfi að samræma og laga. Mörg grá svæði séu til staðar þegar kemur að því að viðhalda fjarlægðarmörkum og hefur hann kosið að orða það svo að óskyldir og ótengdir einstaklingar eigi að fara eftir tveggja metra reglunni. „Ráðherra hefur ekki farið eftir þessum leiðbeiningum en hann hefur ekki brotið reglugerðina.“ Hann segir því val hvers og eins hvenær og þá hvort þeir viðhaldi tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra. Fólk eigi að geta dæmt um það hvenær það sé best að viðhalda fjarlægðarmörkum með tilliti til þess hversu tengdir þeir eru viðkomandi. „Það eru kannski vinir, vandamenn, vinnufélagar til dæmis. Á vinnustöðum þarf vinnuveitandi að tryggja þessa tveggja metra reglu og tryggja að fólk geti viðhaft þessa tveggja metra reglu. Síðan er það einstaklinganna að ákveða hvort þeir ætli að fara eftir þessum leiðbeiningum,“ segir Þórólfur, sem hvetur þó langflesta til þess að fara eftir tveggja metra reglunni ef mögulegt er. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórólf.
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01