Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 21:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. Um helgina birtist mynd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með vinkonum sínum þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Sóttvarnarlæknir sagði í fréttum okkar í gær að ráðherra hafi ekki brotið sóttvarnarreglur. „Ég tel ekki að hún hafi brotið reglurnar og reglugerðina eins og hún stendur en ég tel að hún hafi ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir var búinn að gefa út,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þarna sé því um tvennt að ræða annars vegar reglur heilbrigðisráðuneytisins og hins vegar leiðbeiningar sóttvarnalæknis. „Þar er kveðið á um skyldu rekstraraðila til að tryggja fólki sem ekki býr á sama heimili tveggja metra regluna. Hins vegar eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis á þá leið að við biðlum til allra að fara eftir tveggja metra reglunni en undanskiljum þá sem búa á sama heimili og reyndar hef ég líka talað um óskylda og skylda aðila,“ segir Þórólfur. „Það er það sem hefur valdið ruglingi og það er það sem við þurfum að skýra aðeins betur.“ Tveggja metra reglan tekið breytingum frá 31. júlí En hvað hefur verið sagt um tveggja metra regluna síðan hún tók gildi á ný þann 31. júlí. „Þar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði tveggja metra reglan viðhöfð á milli einstaklinga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 30. júlí þar sem nýjar reglur voru kynntar. „Þar af leiðandi er það ekki þessi tveggja metra regla sem við höfum verið að tala um, að fólk sem er ekki mjög náið eða deilir ekki sama heimili virði þá tveggja metra reglu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi vegna kórónuveiru þann 7. ágúst. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru og það hefur ekki breyst. Hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðin fyrir,“ sagði Þórdís Kolbrún á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. ágúst. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. Um helgina birtist mynd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með vinkonum sínum þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Sóttvarnarlæknir sagði í fréttum okkar í gær að ráðherra hafi ekki brotið sóttvarnarreglur. „Ég tel ekki að hún hafi brotið reglurnar og reglugerðina eins og hún stendur en ég tel að hún hafi ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir var búinn að gefa út,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þarna sé því um tvennt að ræða annars vegar reglur heilbrigðisráðuneytisins og hins vegar leiðbeiningar sóttvarnalæknis. „Þar er kveðið á um skyldu rekstraraðila til að tryggja fólki sem ekki býr á sama heimili tveggja metra regluna. Hins vegar eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis á þá leið að við biðlum til allra að fara eftir tveggja metra reglunni en undanskiljum þá sem búa á sama heimili og reyndar hef ég líka talað um óskylda og skylda aðila,“ segir Þórólfur. „Það er það sem hefur valdið ruglingi og það er það sem við þurfum að skýra aðeins betur.“ Tveggja metra reglan tekið breytingum frá 31. júlí En hvað hefur verið sagt um tveggja metra regluna síðan hún tók gildi á ný þann 31. júlí. „Þar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði tveggja metra reglan viðhöfð á milli einstaklinga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 30. júlí þar sem nýjar reglur voru kynntar. „Þar af leiðandi er það ekki þessi tveggja metra regla sem við höfum verið að tala um, að fólk sem er ekki mjög náið eða deilir ekki sama heimili virði þá tveggja metra reglu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi vegna kórónuveiru þann 7. ágúst. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru og það hefur ekki breyst. Hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðin fyrir,“ sagði Þórdís Kolbrún á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. ágúst.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58
„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58