Starfsmaður forsætisráðuneytisins smitaður af kórónuveirunni Sylvía Hall skrifar 9. mars 2020 17:50 Tveir samstarfsmenn mannsins hafa verið settir í heimasóttkví. Vísir/Vilhelm Starfsmaður í forsætisráðuneytinu hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tveir samstarfsmenn voru í kjölfarið settir í heimasóttkví og hafa verið tekin sýni úr þeim báðum. Annar reyndist ekki smitaður en beðið er eftir niðurstöðum hjá hinum starfsmanninum. Rósa Guðrún Erlingsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Sá starfsmaður sem reyndist ekki smitaður mun þó áfram vera í heimasóttkví í varúðarskyni. Að sögn Rósu Guðrúnar var starfsmaðurinn ekki með starfsaðstöðu í stjórnarráðshúsinu og átti hann ekki í neinum samskiptum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir smitið. Framkvæmdir standa nú yfir við stjórnarráðshúsið og hefur ríkisstjórnin því ekki fundað þar undanfarnar vikur. Breyttar verklagsreglur eru nú í gildi í ráðuneytinu eftir að viðbúnaðarstig vegna COVID-19 var hækkað í neyðarstig. Engin fundarhöld fara fram í húsinu og mega starfsmenn ekki nota mötuneytið á sama tíma. Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag. Hafa því fimm einstaklingar úr því flugi greinst með veiruna. Alls eru greind smit hérlendis orðin 60 talsins. 50 smit hjá einstaklingum sem hafa verið að koma erlendis frá og 10 sem smitast hafa innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 18:32 Stöðva heimsóknir til íbúa Hrafnistuheimilanna Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars. 6. mars 2020 20:15 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Starfsmaður í forsætisráðuneytinu hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tveir samstarfsmenn voru í kjölfarið settir í heimasóttkví og hafa verið tekin sýni úr þeim báðum. Annar reyndist ekki smitaður en beðið er eftir niðurstöðum hjá hinum starfsmanninum. Rósa Guðrún Erlingsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Sá starfsmaður sem reyndist ekki smitaður mun þó áfram vera í heimasóttkví í varúðarskyni. Að sögn Rósu Guðrúnar var starfsmaðurinn ekki með starfsaðstöðu í stjórnarráðshúsinu og átti hann ekki í neinum samskiptum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir smitið. Framkvæmdir standa nú yfir við stjórnarráðshúsið og hefur ríkisstjórnin því ekki fundað þar undanfarnar vikur. Breyttar verklagsreglur eru nú í gildi í ráðuneytinu eftir að viðbúnaðarstig vegna COVID-19 var hækkað í neyðarstig. Engin fundarhöld fara fram í húsinu og mega starfsmenn ekki nota mötuneytið á sama tíma. Tvö smit kórónuveirunnar greindust til viðbótar í morgun hjá einstaklingum sem báðir komu til landsins með flugi frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag. Hafa því fimm einstaklingar úr því flugi greinst með veiruna. Alls eru greind smit hérlendis orðin 60 talsins. 50 smit hjá einstaklingum sem hafa verið að koma erlendis frá og 10 sem smitast hafa innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 18:32 Stöðva heimsóknir til íbúa Hrafnistuheimilanna Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars. 6. mars 2020 20:15 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 18:32
Stöðva heimsóknir til íbúa Hrafnistuheimilanna Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars. 6. mars 2020 20:15
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05