Styttist í verkföll Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 19:17 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“ Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30