Fundað stíft í kjaradeilu BSRB: „Getur brugðið til beggja vona“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2020 13:15 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, situr nú við samningaborðið í Karphúsinu og segir enn óljóst hvort það takist að afstýra verkföllum á mánudaginn. Vísir/Einar Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring. Samninganefndir félaga BSRB, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga mættu aftur til fundar klukkan tíu í morgun í Karphúsinu eftir að hafa fundað allan daginn í gær. Ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn skellur á verkfall félaga í BSRB sem kemur til með að hafa víðtæk áhrif á skóla, leikskóla, frístundaheimili, þjónustu við aldraða auk þess sem starfsemi fjölda stofnana raskast og sundlaugum og íþróttahúsum verður víða lokað.Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna.Vísir/VilhelmSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir viðræðunum miða ágætlega áfram. „Við vorum lengi fram eftir í gærkvöldi. Á borði BSRB voru við aðallega að ræða jöfnun launa við viðsemjendur okkar og það miðaði þó nokkuð áfram þar,“ segir Sonja. Hún gerir ráð fyrir að fundað verði fram á kvöld og jafnvel lengur. „Ég finn það að það eru allir að vinna hörðum höndum að því að ná samningum. Það er hins vegar þó nokkuð bil á milli okkar varðandi nokkra þætti en það gerist oft margt þegar svona er lagt mikið við og þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ segir Sonja.Sverrir Jónsson formaður samninganefndar ríksins á von á að setið verði við samningaborðið í allan dag.Vísir/EinarSverrir Jónsson formaður samninganefndar ríkisins er sammála Sonju um að viðræðurnar gangi vel. „Þetta miðar áfram og við erum að mæta hér í hús og ætlum að sitja við í dag. Það eru allir að leggja sig fram og við vonumst til að ljúka þessu um helgina,“ segir Sverrir. Fjölmennt er á fundum í húsinu í Karphúsinu og segir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis, sem er eitt aðildarfélaga BSRB, verið að reyna að finna lausn á mörgum hlutum. „Við erum bara að vinna að þessu af fullum heilindum og að reyna að klára þetta núna yfir helgina. Það er mjög erfitt að segja akkúrat á þessari stundu hvort að okkur tekst það eða ekki. Við höfum tvo daga og það er nú svo sem getur margt gerst á tveim dögum í sjálfu sér. Það eru svona mál, erfið mál, sem hafa fylgt okkur dálítið lengi og við erum ekki búin að finna lausn á,“ segir Árni. Aðspurður um það hvort hann telji að samningar náist um helgina segist Árni lítið vilja segja um það á þessari stundu. „Þetta getur brugðið til beggja vona,“ segir Árni. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að leggja ekki niður störf í verkfalli eins og til stóð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá hafa tvö aðildarfélög BSRB, Sameyki og Sjúkraliðafélagið, veitt undanþágu vegna verkfallsins hjá Landspítalanum og heilsugæslunni vegna veirunnar. „Það auðvitað dregur verulega úr bitinu sem við höfum. Við erum að reyna að þrýsta á um gerð kjarasamninga. Við skiljum hins vegar alvarleika stöðunnar og viljum bregðast því en meginmarkmiðið er að semja og það þarf tvo til þess,“ segir Sonja. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring. Samninganefndir félaga BSRB, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga mættu aftur til fundar klukkan tíu í morgun í Karphúsinu eftir að hafa fundað allan daginn í gær. Ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn skellur á verkfall félaga í BSRB sem kemur til með að hafa víðtæk áhrif á skóla, leikskóla, frístundaheimili, þjónustu við aldraða auk þess sem starfsemi fjölda stofnana raskast og sundlaugum og íþróttahúsum verður víða lokað.Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna.Vísir/VilhelmSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir viðræðunum miða ágætlega áfram. „Við vorum lengi fram eftir í gærkvöldi. Á borði BSRB voru við aðallega að ræða jöfnun launa við viðsemjendur okkar og það miðaði þó nokkuð áfram þar,“ segir Sonja. Hún gerir ráð fyrir að fundað verði fram á kvöld og jafnvel lengur. „Ég finn það að það eru allir að vinna hörðum höndum að því að ná samningum. Það er hins vegar þó nokkuð bil á milli okkar varðandi nokkra þætti en það gerist oft margt þegar svona er lagt mikið við og þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ segir Sonja.Sverrir Jónsson formaður samninganefndar ríksins á von á að setið verði við samningaborðið í allan dag.Vísir/EinarSverrir Jónsson formaður samninganefndar ríkisins er sammála Sonju um að viðræðurnar gangi vel. „Þetta miðar áfram og við erum að mæta hér í hús og ætlum að sitja við í dag. Það eru allir að leggja sig fram og við vonumst til að ljúka þessu um helgina,“ segir Sverrir. Fjölmennt er á fundum í húsinu í Karphúsinu og segir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis, sem er eitt aðildarfélaga BSRB, verið að reyna að finna lausn á mörgum hlutum. „Við erum bara að vinna að þessu af fullum heilindum og að reyna að klára þetta núna yfir helgina. Það er mjög erfitt að segja akkúrat á þessari stundu hvort að okkur tekst það eða ekki. Við höfum tvo daga og það er nú svo sem getur margt gerst á tveim dögum í sjálfu sér. Það eru svona mál, erfið mál, sem hafa fylgt okkur dálítið lengi og við erum ekki búin að finna lausn á,“ segir Árni. Aðspurður um það hvort hann telji að samningar náist um helgina segist Árni lítið vilja segja um það á þessari stundu. „Þetta getur brugðið til beggja vona,“ segir Árni. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að leggja ekki niður störf í verkfalli eins og til stóð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá hafa tvö aðildarfélög BSRB, Sameyki og Sjúkraliðafélagið, veitt undanþágu vegna verkfallsins hjá Landspítalanum og heilsugæslunni vegna veirunnar. „Það auðvitað dregur verulega úr bitinu sem við höfum. Við erum að reyna að þrýsta á um gerð kjarasamninga. Við skiljum hins vegar alvarleika stöðunnar og viljum bregðast því en meginmarkmiðið er að semja og það þarf tvo til þess,“ segir Sonja.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira