Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2020 20:30 Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Mjög umfangsmiklar kjaraviðræður hafa farið fram milli fjölda verkalýðsfélaga og ríkis, borgar og annarra sveitarfélög hjá Ríkissáttasemjara í dag. Þar var skrifað undir kjarasamning átján af nítján félögum innan Starfsgreinasambandins við ríkið klukkan tvö. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það hafa verið gert eftir að samningar höfðu tekist um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. „Við erum fyrsta landssambandið sem samþykkir það. Við teljum að í því felist miklar breytingar í styttri vinnuviku, stærra og hærra starfshlutfalli fyrir okkar fólk, sem margt er konur, og fjölskylduvænna fyrirkomulag,“ segir Flosi. Þá sé tekin upp ný launatafla sem feli í sér stofnanasamninga. „Þar sem við getum samið á hverri og einni ríkisstofnun um kaup og kjör okkar fólks í samræmi við ábyrgð, persónulega hagi og slíka hluti. Svo þetta eru þau tvö stóru atriði í samningnum og við teljum að þau skipti afar miklu máli,“ segir Flosi. Samningarnir sem skrifað var undir í dag ná til um tvö þúsund starfsmanna félaga innan Starfsgreinasambandsins hjá ríkisstofnunum víða um land. Undirritun þeirra markar lok samninga um 40 þúsund félagsmanna sambandsins við alla viðsemjendur þess en Efling á enn eftir að ljúka samningum við ríki og sveitarfélög. Fjöldi félaga innan BSRB eru einnig að semja um sín mál ýmist sameiginlega um helstu þætti eða í sitthvoru lagi um önnur atriði við ríki og sveitarfélög. En bæði röð tveggja daga verkfalla sem og ótímabundin verkföll hefjast á mánudag hafi ekki samist. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir framhaldið ráðast af því hvort takist að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins í kvöld eða á morgun. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir Sonja Ýr.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira